Beint í efni

Hugaðu vel að húðinni í kringum augun.

Þreytt og þrútin augu afhjúpa ýmislegt um lífsstíl okkar, svo sem streitu, þreytu, mataræði og aldur. Augun eru að allan liðlangan daginn – blikkandi, brosandi, horfandi, lesandi, pírandi á hina ýmsu skjái og svo mætti lengi telja. Rétt eins og við þurfum að huga vel að sjóninni eftir því sem við eldumst þá þurfum við einnig að huga sérstaklega að húðinni í kringum augun.

HRUKKUR OG FÍNAR LÍNUR

Fólk tekur yfirleitt fyrst eftir hrukkum og fínum línum á augnsvæðinu. Þær eru afar náttúrulegur þáttur í því að eldast og nauðsynlegar fyrir svipbrigði og tjáningu andlitsins. Því er takmarkið ekki að eyða þeim heldur aðeins að draga úr ásýnd og hægja á þróun þeirra. Best er að byrja snemma að nota húðvöru sem er sérstaklega þróuð fyrir húðina í kringum augun, til dæmis BIOEFFECT EGF Eye Serum. Síðan er vert að hafa í huga að nota alltaf sólgleraugu á góðviðrisdögum og byrja strax að nota lesgleraugu þegar þörf er á svo ekki sé stöðugt verið að píra augun.

ÞURRKUR

Húðin í kringum augun er tíu sinnum þynnri og hefur mun færri fitukirtla en húð annars staðar í andlitinu. Þess vegna er mikilvægt að veita húðinni nauðsynlega næringu með því að nota gott augnserum eða -krem. Við val á húðvörum sem henta fyrir augnsvæðið er gott að hafa í huga rakagefandi innihaldsefni, svo sem EGF, hýalúrónsýru, glýserín, squalene og fleiri.

SLAPPARI HÚÐ

Annar fylgifiskur öldrunar er að húðin missir teygjanleika sinn og fer að slappast. Vegna þess að húðin í kringum augun er þynnri og viðkvæmari er afar mikilvægt að nudda hana aldrei þannig að hún dragist til því það getur aukið hættuna á að húðin slappist. Því er mikilvægt að bera húðvörur mjúklega á augnsvæðið og þegar augnfarði er þrifinn þarf einnig að gera það mjög blíðlega. Góð aðferð er að væta bómullarskífur vel með BIOEFFECT Micellar Cleansing Water, leggja þær yfir hvort auga, halda létt við í 30 sekúndur því það hjálpar að brjóta farðann niður og strjúka hann svo mjúklega af.

ÞROTI

Þroti undir augunum er oftar en ekki ættgengur en of mikil neysla á salti og svefnleysi geta einnig valdið tímabundnum þrota. Við könnumst eflaust öll við það að vakna þrútin eftir saltríka máltíð kvöldið áður. Þá er gott að leggja eitthvað kælandi á augnsvæðið til að minnka bólguna. Létt nudd getur svo hjálpað mikið, hvort sem notaðir eru fingur eða þar til gerðar nuddkúlur. Einnig er gott ráð að sofa með hátt undir höfði til að draga úr vökvasöfnun.

Ef þú vilt gera sérstaklega vel við húðina í kringum augun þá er um að gera að prófa BIOEFFECT EGF Eye Mask Treatment. Það er sannkölluð rakasprengja sem samanstendur af augnserumi með tvöföldu magni af EGF sem vinnur á hrukkum og svo augnmöskum sem hámarka raka og og auka virkni serumsins. Meðferðin gerir húðina í kringum augun sléttari, þéttari og ljómandi á augabragði og með reglulegri notkun dregur hún verulega úr hrukkum og fínum línum.

Hleð inn síðu...