Beint í efni

Leiðum saman vísindi og list.

ENDURNÝJUÐ KYNNI.

Við vildum skapa eitthvað einstakt fyrir viðskiptavini okkar til að fagna 10 ára afmæli húðdropanna, BIOEFFECT EGF Serum. Við leituðum því til heimsþekkts íslensks listamanns, Hrafnhildar Arnardóttur sem er líklega betur þekkt undir listamannsnafninu Shoplifter, til að finna listrænan flöt á afmælisútgáfunni.

Shoplifter er gamall kunningi okkar hjá BIOEFFECT. Hún hannaði sérstakar afmælisumbúðir fyrir EGF Serum þegar við héldum upp á 5 ára afmæli þess árið 2015. Það var okkur því einstök ánægja að endurnýja kynnin við hana með þessu samstarfi. Í listsköpun sinni fékk Hrafnhildur innblástur úr íslenskri náttúru sem helst svo fallega í hendur við áherslur okkar hjá BIOEFFECT. „Mynstrin sem finna má í náttúrunni – lögun, litir og áferð – eru svo heillandi. Það að uppgötva hliðstæður á öllu rófinu, allt frá hinu örsmáa upp í óendanleg víðerni himingeimsins, er stórkostleg uppspretta innblásturs“ segir Shoplifter.

INNBLÁSIN AF EINFALDLEIKA.

Innihaldsefni EGF Serum húðdropanna okkar eru eins fá og mögulegt er en jafnframt af mestu gæðum sem hugsast getur. Það þýðir að aðeins þarf að bera 2-4 dropa á húðina daglega til að sjá skjótan árangur. Gæði og einfaldleiki dropanna sem og öflug virkni þeirra endurspeglast í lögun og lit afmælisglassins. Dropinn sem skorinn er út í glerið brýtur ljósgeislana fallega og endurkastar þeim í fallegum regnbogagljáa.

ANDAGIFT FRÁ NÁTTÚRUNNI

Skúlptúrinnn sem glasið hvílir í er andstæðan við gagnsætt og tært serumið í flöskunni: biksvartur skúlptúr sem minnir á óreglulegt hraun. Liturinn og áferðin vísa til hins svarta byggs sem notað er til að búa til þessa EGF Serum afmælisútgáfu sem og hinna svörtu sanda og hraunbreiða í náttúru Íslands.

„Ég vildi draga fram lit byggsins í þessari hönnun. Byggplönturnar eru líka ræktaðar í svörtum vikri í stað moldar. Þá hugsaði ég einnig til hrafntinnu og hún varð meginuppspretta hugmyndar minnar,“ segir Hrafnhildur. „Hrafntinna er náttúrulegt hraungler sem var á árum áður slípað og notað í spegla. Þess vegna fannst mér hún líka eiga erindi í hönnun fyrir húðvörur; ég hafði þennan regnbogagljáa sem finna má í hrafntinnu í huga við hönnun flöskunnar og þá er litur standsins líka vísun í grunnlit hennar,“ segir Shoplifter.

Við vonum að þið njótið EGF Serum afmælisútgáfunnar jafn mikið og við höfum haft ánægju af því að búa hana til, frá upphafi til enda!

Hleð inn síðu...