Fagleg húðráðgjöf.
Í BIOEFFECT versluninni starfar sérþjálfað starfsfólk með mikla þekkingu og reynslu í húðráðgjöf. Við leggjum áherslu á að veita persónulega og framúrskarandi þjónustu. Þegar verslað er hjá okkur fylgir alltaf smá glaðningur að eigin vali ásamt því að við bjóðum reglulega upp á sérsniðna kaupauka sem fást eingöngu í versluninni.
Opnunartími verslunarinnar er:
- Mán - fös 11:30 - 18:00
- Laug 12:00 - 16:00
Skráning í húðmælingu.
Ný og byltingarkennt þjónusta í húðmælingu. Aðeins í boði í verslun BIOEFFECT á Hafnartorgi; fimmtudaga og föstudaga á milli 14:00 - 17:30. Greitt er 4.000 kr. fyrir húðmælingu og upphæðin gildir upp í vöruúttekt í verslun BIOEFFECT á Hafnartorgi.
Heillandi hönnun.
BIOEFFECT verslunin er í þríhyrndum enda hússins og einkennist af glæsilegum bogadregnum verslunarglugga – sem margir vilja meina að minni óneitanlega á „straujárnið“ fræga í New York.
Arkitektastofan Basalt hannaði verslunarrýmið í samstarfi við Sóleyju Þórisdóttur, yfirhönnuð BIOEFFECT og útkoman endurspeglar vörumerkið á áhrifaríkan hátt. Hönnuðirnir sóttu innblástur sinn í gróðurhús BIOEFFECT í Grindavík, til dæmis með því að nota gróðurhúsa-ylplast í innréttingar og lýsingu.
Annað einkenni verslunarinnar eru græn nælonsnæri sem eru tilvísun í byggplönturnar sem við ræktum og við framleiðslu á virka innihaldsefninu EGF. Strekktir þræðirnir minna á langar týtur sem teygja sig úr axi byggplöntunnar og flæða þeir um verslunina, frá veggjum yfir í borð og hillur og skapa skemmtilega þrívídd í rýminu.

VogueEGF Body Serum - "A serum for your arms and legs, BIOEFFECT EGF Body Serum propels skin cells into action to smooth rough skin."