Á sólríkum sumardögum viljum við flest forðast þungar og olíukenndar vörur sem verða gjarnan klístraðar á húðinni í miklum hita og sólskini. Á sama tíma er mikilvægt að veita húðinni nauðsynlegan raka.
Árstíðabreytingar hafa óhjákvæmileg áhrif á ástand húðarinnar. Aukinn hiti og útivist geta til dæmis haft áhrif á getu húðarinnar til að viðhalda raka yfir heitustu mánuði ársins. Sólarljós og UV geislar eru auk þess sá þáttur sem hefur hvað mest að segja um myndun fínna lína og sjáanleg merki öldrunar á húðinni.
Á sólríkum sumardögum viljum við flest forðast þungar og olíukenndar vörur sem verða gjarnan klístraðar á húðinni í miklum hita og sólskini. Á sama tíma er mikilvægt að veita húðinni nauðsynlegan raka yfir sumartímann. Við þessar aðstæður mælum við sérstaklega með Hydrating Cream – einstaklega léttu en nærandi andlitskremi.
Við notum eins fá og hrein innihaldsefni og hægt er í allar okkar vörur. Hydrating Cream inniheldur aðeins 16 sérvalin efni og er án olíu, ilmefna, alkóhóls, glútens og parabena. Kremið er búið til úr hreinu, íslensku vatni ásamt sérvöldum innihaldsefnum sem veita húðinni fullkominn raka og sjá til þess að hún sé slétt, heilbrigð og ljómandi. Hydrating Cream eykur rakastig húðarinnar um allt að 35% eftir aðeins tvö skipti og rakinn helst í húðinni í 12 klukkustundir (skv. sjálfstæðri, tvíblindri 20 þátttakenda rannsókn á vegum BIOEFFECT).