Beint í efni

Kíktu í heimsókn til BIOEFFECT.

Íslensk þróun og framleiðsla.

Kíktu með okkur í höfuðstöðvar BIOEFFECT til að fá einstaka innsýn í starfsemina á bak við tjöldin.

Sjáðu hvernig nýjar formúlur verða til og hvaða ferli þær fara í gegnum áður en þær verða að tilbúinni vöru sem þú sérð í búðarhillum. Þú munt kynnast þeirri nákvæmni sem fer í þróun og framleiðslu á húðvörunum þínum áður en þeim er pakkað í umbúðirnar sem þú þekkir svo vel.

Þetta ferli er bæði áhugavert og mjög dáleiðandi.