Beint í efni

Karfa

  • Tóm karfa.

Náttúra. Vísindi. Virkni. 

Við fögnum bæði vísindum og náttúru. Líftækni er byltingarkennd tækni sem nýtir og eflir náttúrulega eiginleika lífvera á borð við plöntur. Líftækni í snyrtivöruiðnaði er nýstárleg aðferð þar sem plöntuafurðir eru nýttar til að framleiða húð- og snyrtivörur. Við hjá BIOEFFECT notum líftækni til að framleiða EGF og aðra vaxtaþætti úr byggplöntum.

Ísland er land öfganna. Ögrandi aðstæður hafa gert Íslendinga bæði þrautseiga og sveigjanlega. Lítil birta, harðir vetur og mikilfenglegt landslag, sem einkennist af jöklum, hraunbreiðum og eldfjöllum, gera það að verkum að ræktunaraðstæður eru afar krefjandi. Sem betur fer búum við einnig við mikla jarðvarmaorku sem gerir okkur kleift að rækta plöntur allan ársins hring í sjálfbærum gróðurhúsum sem knúin eru jarðhita.

Hátæknigróðurhús BIOEFFECT er staðsett á hraunbreiðum Reykjanesskagans. Þar ræktum við nær 130.000 byggplöntur í vikri, hraðstorknaðri gosmöl úr eldstöðinni Heklu. Plönturnar eru vökvaðar með hreina, íslenska vatninu og nauðsynlegum næringarefnum. Með öflugri líftækni vinnum við svo EGF vaxtaþætti úr byggplöntunum.

Ísland er ríkt af hreinu vatni. Vatnið kemur beint úr grunnvatnslindum sem eru staðsettar vítt og breitt um landið. Á vegferð sinni hefur það síast gegnum ævaforn hraunlög og hreinsast náttúrulega. Þetta ferli skilar einstaklega hreinu og mjúku vatni sem fer húðina mildum höndum og veldur síður þurrki eða ertingu. Þetta er vatnið sem við notum til að vökva byggplöntur í gróðurhúsinu okkar og sem innihaldsefni í vörurnar okkar.

Hreint, íslenskt vatn og virkt EGF úr byggplöntum eru sérkenni BIOEFFECT.

Hér getur þú skyggnst á bak við tjöldin í hátæknigróðurhúsi BIOEFFECT og fylgst með lykilhráefninu okkar, EGF úr byggi, verða til.