Beint í efni

Vísindin að baki BIOEFFECT.

BIOEFFECT varð til vegna ástríðu okkar fyrir líftækni og löngunar til að hagnýta hana á sem árangursríkastan hátt.

Upphafið.

BIOEFFECT var stofnað af þremur íslenskum vísindamönnum sem tókst að framleiða EGF frumuvaka (e. Epidermal Growth Factor) úr byggplöntum. Að baki þeirri uppgötvun lá margra ára rannsóknarvinna og hjá BIOEFFECT höfum við alla tíð síðan lagt áherslu á að nýta líftækni til að rækta hrein og virk innihaldsefni fyrir húðvörur. Rannsóknir okkar snúa bæði að ræktun vaxtarþáttanna og að áhrifum þeirra á heilbrigði húðfrumna. Markmið okkar er að nýta niðurstöður rannsóknanna til að hámarka virkni og áhrif EGF í húðvörum og húðvöruframleiðslu.

Hreint og virkt EGF úr byggplöntum.

EGF (e. Epidermal Growth Factor) er frumuvaki sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. EGF gegnir mikilvægu hlutverki við að stýra framleiðslu og virkni kollagens og elastíns í húðinni, sem aftur stýra raka húðarinnar. Strax á þrítugsaldri hægir verulega á frumuskiptum og magn EGF í húðinni fer dvínandi. Í kjölfarið fer að bera á sýnilegum öldrunarmerkjum — húðin verður slappari og fínar línur myndast.

Almennt þynnist húðin um 1% á hverju ári eftir tvítugt og um allt að 30% á breytingaskeiðinu. Húðvörur okkar vinna gegn þessari þróun með EGF framleiddu úr byggi. BIOEFFECT EGF er jafnframt það fyrsta í heiminum sem búið er til úr plöntum.

Embrace the Effect.

Við erum stolt af vísindunum, vörunum og ekki síst árangrinum af notkun þeirra. Framleiðsla og nýting EGF á húðvörumarkaði er afurð vísinda í fremstu röð og margverðlaunaðrar tækni. Auk þess höfum við framkvæmt yfir 50 klínískar og vísindalegar rannsóknir á vörunum okkar. Niðurstöðurnar staðfesta að notkun húðvara, sem innihalda EGF úr byggi, hefur mikil áhrif á ásýnd húðarinnar. Meðal þeirra áhrifa eru aukinn raki, sléttari og þéttari húð og aukin framleiðsla kollagens. Nú hafa rúmlega 2000 íslenskar konur tekið þátt í vöruþróun okkar og rannsóknum á áhrifum varanna.

Náttúra. Vísindi. Virkni.

Byggið okkar er sjálfbær afurð frá vistvænu hátæknigróðurhúsi. Gróðurhús BIOEFFECT er staðsett á hraunbreiðum Reykjanesskagans, í aðeins 50 km fjarlægð frá höfuðstöðvum okkar í Reykjavík. Í gróðurhúsinu ræktum við nær 130.000 byggplöntur í vikri; hraðstorknaðri gosmöl úr eldstöðinni Heklu. Plönturnar vökvum við með hreinu íslensku vatni og nauðsynlegum næringarefnum.

Hreinar og náttúrulegar.

Hreinleiki er grunnstoð í allri okkar starfsemi. Þegar við tölum um hreinleika framleiðslu er merkingin margþætt: Vörurnar okkar innihalda eins fá innihaldssefni og mögulegt er. Vatnið sem við notum er upprunnið úr íslenskum náttúrulindum, síað og hreinsað gegnum jarðlög á leið sinni til yfirborðs. Hátæknigróðurhúsið okkar er knúið orku frá endurnýjanlegum auðlindum. Þetta er skilgreining okkar á hreinleika — og öllu starfi BIOEFFECT.