Beint í efni

Vísindin að baki BIOEFFECT.

BIOEFFECT er afurð líftækni í fremstu röð og ástríðunnar fyrir að hagnýta vísindi, náttúru, þekkingu og tækni á sem árangursríkastan hátt.

Okkar einstaka EGF.

EGF (Epidermal Growth Factor) er svokallaður vaxtarþáttur sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. EGF hefur áhrif á náttúrulega framleiðslu kollagens, elastíns og hýalúronsýru og gegnir mikilvægu hlutverki við að halda húðinni sléttri, þéttri og heilbrigðri ásýndar.

Strax á þrítugsaldri hefur hægt mikið á náttúrulegri framleiðslu EGF og þegar við nálgumst breytingaskeiðið er skerðingin orðin veruleg. Fyrir vikið hægir á frumuskiptum og náttúrulegri endurnýjunarhæfni húðarinnar og í kjölfarið fer að bera á sýnilegum merkjum öldrunar; húðin verður slappari og fínar línur og hrukkur verða sýnilegar. Til að vinna gegn þessum áhrifum þróaði vísindateymið okkar sérstaka líftækniaðferð til að framleiða EGF í byggplöntum. Fjölmargar klínískar innanhússrannsóknir hafa sýnt fram á þann margvíslega ávinning sem notkun BIOEFFECT EGF húðvara hefur í för með sér.

Náttúra. Vísindi. Virkni.

Byggið okkar er sjálfbær afurð frá vistvænu hátæknigróðurhúsi. Gróðurhús BIOEFFECT er staðsett á hraunbreiðum Reykjanesskagans, í aðeins 50 km fjarlægð frá höfuðstöðvum okkar í Reykjavík. Í gróðurhúsinu ræktum við nær 130.000 byggplöntur í vikri; hraðstorknaðri gosmöl úr eldstöðinni Heklu. Plönturnar vökvum við með hreinu íslensku vatni og nauðsynlegum næringarefnum.

Vísindateymið okkar.

BIOEFFECT var stofnað af þremur íslenskum vísindamönnum sem tókst að þróa aðferð til að framleiða vaxtarþætti úr byggplöntum. Til þess nýttu þeir byltingarkennda plöntulíftækni. Einn þessara vaxtarþátta er EGF (e. Epidermal Growth Factor), lykilinnihaldsefni í vörulínu BIOEFFECT. Frá upphafi hefur markmið okkar verið að nýta nýjustu og fremstu aðferðir líftækni auk hreinna og virkra innihaldsefna til að endurheimta, viðhalda og auka heilbrigði húðarinnar. Vísindateymið okkar vinnur að stöðugum framförum og aukinni þekkingu á húðfrumum, vaxtarþáttum og virkum innihaldsefnum – og nýtir þá þekkingu til að besta árangurinn af notkun BIOEFFECT húðvara.

Hreinar og náttúrulegar.

Hreinleiki er grunnstoð í allri okkar starfsemi. Þegar við tölum um hreinleika er merkingin margþætt: Vörurnar okkar innihalda eins fá innihaldssefni og mögulegt er. Vatnið sem við notum er upprunnið úr íslenskum náttúrulindum, síað og hreinsað gegnum jarðlög á leið sinni til yfirborðs. Hátæknigróðurhúsið okkar er knúið orku frá endurnýjanlegum auðlindum. Þetta er skilgreining okkar á hreinleikanum sem einkennir allt starf BIOEFFECT.

Hleð inn síðu...