Vísindi og virkni.
EGF Power Eye Cream dregur sýnilega úr ásýnd fínna lína og hrukka auk þess að vinna á baugum, þrota og þurrki á áhrifaríkan hátt. Fyrir vikið verður augnsvæðið sléttara og þéttara.
Úrval þess allra besta.
Fallegu gjafasettin eru hönnuð af listakonunni Þórdísi Erlu Zoëga. Gjafasettin innihalda úrval vinsælustu vara BIOEFFECT á allt að 25% lægra verði en ef vörurnar eru keyptar stakar.
20% afsláttur af okkar allra virkustu vöru.
Núna er rétti tíminn til að taka húðina í gegn eftir sumarið með 30 daga húðátaki. 30 Day Treatment umbreytir ásýnd húðarinnar og veitir henni einstakt orkuskot.
Velkomin í verslun okkar.
Í verslun BIOEFFECT á Hafnartorgi starfar sérþjálfað starfsfólk með mikla þekkingu og reynslu í húðráðgjöf. Þar bjóðum við upp á byltingakennda þjónustu í húðmælingu sem gefur nákvæmar upplýsingar um ástand húðarinnar. Þú greiðir 4.900 kr. fyrir húðmælinguna og notar svo upphæðina upp í vöruúttekt í versluninni. Við hlökkum til að taka á móti þér á Hafnartorgi.