Beint í efni

Náttúra. Vísindi. Virkni. 

Við fögnum bæði vísindum og náttúru. Líftækni í snyrtivöruiðnaði er byltingarkennd nálgun þar sem plöntuafurðir eru nýttar til að framleiða húð- og snyrtivörur. Við hjá BIOEFFECT notum líftækni til að framleiða BIOEFFECT EGF og aðra vaxtarþætti.

Land öfganna.

Ísland er land öfganna. Ögrandi aðstæður hafa gert Íslendinga bæði þrautseiga og sveigjanlega. Lítil birta, harðir vetur og mikilfenglegt landslagið gera það að verkum að ræktunaraðstæður eru afar krefjandi. Sem betur fer búum við Íslendingar einnig við mikla jarðvarmaorku sem gerir okkur kleift að rækta plöntur allan ársins hring í sjálfbærum gróðurhúsum knúnum með jarðhita.

Vistvænt hátæknigróðurhús BIOEFFECT.

Einstöku byggplönturnar sem hýsa vaxtarþættina okkar eru ræktaðar í vistvæna hátæknigróðurhúsinu okkar á Íslandi. Gróðurhúsið er staðsett á hraunbreiðum Reykjanesskagans í grennd við Grindavík. UNESCO útnefndi svæðið sem svokallaðan „Global Geopark“, þ.e. jarðminjasvæði sem er jarðfræðilega mikilvægt á heimsvísu.

Í gróðurhúsinu getum við ræktað allt að 130.000 byggplöntur í vikri, hraðstorknaðri gosmöl úr eldstöðinni Heklu. Plönturnar verða fullvaxta á um það bil 30 dögum. Með því að nota vikur í stað moldar lágmörkum við möguleikann á hvers kyns mengun. Í gróðurhúsinu er svokallað vatnsræktarkerfi (e. hydroponic system). Plönturnar eru vökvaðar með hreinu íslensku vatni – tæru grunnvatni sem hefur síast í gegnum jarðlögin á leið sinni til yfirborðs – auk nauðsynlegra næringarefna.

Knúið vistvænum orkugjöfum.

Á Íslandi er meiri hluti rafmagns framleiddur með svæðisbundnum og endurnýjanlegum orkugjöfum, einkum vatnsafli og jarðvarma. Þetta gerir okkur kleift að nýta svokallaða græna, sjálfbæra orku í framleiðsluferlinu. Gróðurhúsið okkar er að sjálfsögðu knúið jarðhita og raforku frá nærliggjandi náttúruauðlindum.

Hreint íslenskt vatn.

Við leggjum okkur fram um að nýta íslenskar náttúruauðlindir á ábyrgan hátt. Þess vegna notum við hreint, íslenskt vatn í framleiðsluna okkar. Ísland er afar ríkt af hreinu vatni sem kemur úr grunnvatnslindum vítt og breitt um landið. Það hefur síast í gegnum aldagömul hraunlög á leið sinni til yfirborðs. Þetta náttúrulega hreinsunarferli skilar vatni sem er afar hreint; ómengað og óspillt svo ekki er þörf á bæta það með hreinsiefnum líkt og víða annars staðar í heiminum. Íslenskt vatn er mjúkt vatn sem merkir að það er efnasnautt og styrkur harðra steinefna á borð við kalsín og magnesíum er mjög lágur. Þetta hreina og mjúka vatn fer húðina afar mildum höndum og veldur síður þurrki eða ertingu. Þetta er vatnið sem við notum til að vökva byggplönturnar í gróðurhúsinu okkar og sem innihaldsefni í húðvörurnar okkar til að tryggja eins hreinar formúlur og kostur er á.

Hér getur þú skyggnst á bak við tjöldin í hátæknigróðurhúsi BIOEFFECT og séð hvernig lykilhráefnið okkar, EGF, verður til.

Hleð inn síðu...