Haustið er tími rútínunnar. Þegar kólna fer í veðri er gott að fríska upp á húðrútínuna með öflugum og rakagefandi vörum sem styrkja og endurnæra húðina.
Til að gera haustið enn skemmtilegra fylgir nú einstaklega falleg teddy-snyrtitaska þegar verslað er fyrir 20.000 kr. eða meira. Taskan kemur í tveimur litum, bleikum og hvítum. Hún er gerð úr endurunnu flísefni með fóðri og lokast með málmrennilás. Taskan er rúmgóð og því fullkomin fyrir allar húðvörurnar þínar – síðan má líka alveg nota hana sem fallegt veski. Hana má þvo í þvottavél, svo hún helst alltaf eins og ný.