Beint í efni

Vísindateymið okkar.

Hjá BIOEFFECT starfar öflugt teymi vísindamanna sem vinnur að stöðugum framförum og aukinni þekkingu á húðfrumum, vaxtaþáttum og virkum innihaldsefnum. Okkar markmið er að nýta þessa þekkingu til að hámarka virkni og áhrif BIOEFFECT húðvara.

Dr. Björn Örvar.

Dr. Björn Örvar er einn af stofnendum BIOEFFECT og framkvæmdastjóri rannsókna- og nýsköpunar hjá ORF Líftækni Hann lauk doktorsprófi í plöntusameindalíffræði frá University of British Columbia og hélt svo áfram námi við McGill háskóla. Að námi loknu sneri hann aftur til Íslands og stofnaði ORF líftækni og síðar BIOEFFECT.

Eftirlætis BIOEFFECT vara: EGF Serum

„Ég hef alla tíð haft áhuga á vísindum, alveg frá því í menntaskóla. Á sama tíma var ég heillaður af hugmyndinni um að skapa eitthvað hagnýtt. Þetta eru eiginleikar sem ég hlaut í föðurarf. Pabbi var svo skapandi; ríkur af nýstárlegum hugmyndum og hugsaði alltaf út fyrir kassann. Hann var mér mikill innblástur. Þess vegna vildi ég einblína á að finna leiðir til að hagnýta vísindi.“

Dr. Björn Örvar

Sigrún Dögg Guðjónsdóttir, M.D.

Sigrún er framkvæmdastjóri rannsókna- og þróunar. Hún hefur umsjón með vöru- og húðrannsóknum auk þess að sinna stöðugri þróun á vörulínunni okkar. Sigrún lauk B.Sc. prófi frá Háskóla Íslands og M.D. prófi frá Háskólanum í Kaupmannahöfn. Hún starfaði áður á sviði húðsjúkdómalækninga og sem sérfræðingur í klínískri lyfjaþróun.

Eftirlætis BIOEFFECT vara: EGF Power Cream

„Ég hef alltaf haft áhuga á húðinni enda er hún stærsta líffærið. Það eru algjör forréttindi að fá að aðstoða fólk við að auka heilbrigði húðarinnar. Mér finnst nýsköpunin það skemmtilegasta í vísindastarfinu. Sem betur fer er það í fullkomnu samræmi við allt starf hjá BIOEFFECT og vörurnar sem við erum stanslaust að þróa.“

Dr. Sigrún

Dr. Jón Már.

Dr. Jón Már er framkvæmdastjóri rannsókna og þróunar hjá ORF líftækni. Hann lauk doktorsprófi í sameindalíffræði frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Jón Már hafði umsjón með lífvísindadeild Íslenskrar erfðagreiningar áður en hann hóf störf hjá ORF líftækni árið 2009.

Eftirlætis BIOEFFECT vara: EGF Body Serum

„Ég hef alltaf haft áhuga á að prófa hluti og sjá í hvaða átt þær rannsóknir leiða mig. Ég hef alltaf verið heillaður af möguleikum líftækninnar og því mikilvæga hlutverki sem hún gegnir í daglegu lífi, bæði núna og í framtíðinni.“

Dr. Jón Már

Berit Noesgaard Nielsen

Berit er með meistarapróf í lífefnafræði og starfar við greiningu og blöndun húðvara hjá BIOEFEFCT. Hennar helsta verkefni er að besta vörurnar okkar og þróa nýjar vörutegundir. Hún starfaði við massalitrófsgreiningu hjá DeCode, Íslenskri erfðagreiningu, áður en hún kom til okkar árið 2008.

Eftirlætis BIOEFFECT vara: EGF Day Serum

„Enginn dagur er eins hér á rannsóknastofunni enda erum við stöðugt að fást við ný verkefni – og ný tækifæri. Við leitumst við að finna hina fullkomnu samsetningu efna til að skapa vöru með öllum þeim eiginleikum sem við viljum að hún búi yfir.“

Berit Noesgaard Nielsen

Guðrún Valdís Halldórsdóttir

Guðrún Valdís lauk B.Sc. prófi í lífefnafræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað í fjölbreyttu rannsókna- og þróunarstarfi, sér í lagi við prótínframleiðslu og blöndun, hjá okkur í BIOEFFECT. Guðrún Valdís sér m.a. um efnablöndun í framleiðslu og þróun nýrra vörutegunda auk þess að framkvæma stöðugleikamælingar og prófa umbúðir.

Eftirlætis BIOEFFECT vara: EGF Serum og EGF Power Cream

„Ég hef alltaf haft ástríðu fyrir vísindum og rannsóknum, sem er einmitt það sem starfið krefst. Það er bæði spennandi og krefjandi að finna hina fullkomnu samsetningu réttra efna í átt að áhrifaríkri vöru með alvöru virkni.“

Guðrún Valdís Halldórsdóttir

Brynja Einarsdóttir

Brynja er sérfræðingur í blöndun og þróun hjá BIOEFFECT. Hennar helstu verkefni felast í blöndun, bestun og framþróun nýrra og núverandi vörutegunda í vörulínunni. Brynja lauk B.Sc. og M.Sc. prófi í matvælafræði frá Háskóla Íslands. Áður en hún gekk til liðs við BIOEFFECT starfaði hún sem sérfræðingur á sviði rannsókna og þróunar á lífefnum og kannaði meðal annars möguleika til að nýta slík efni í þróun og framleiðslu húðvara.

Eftirlætis BIOEFFECT vara: EGF Eye Serum og EGF Power Cream

Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á vísindum. Í háskólanámi kynntist ég svo líftækni og húðvöruframleiðslu, sem kveikti nýjan áhuga á þeim vettvangi. Hreinleiki hráefna hefur líka alltaf skipt mig miklu máli, bæði það sem við látum ofan í okkur og það sem við berum utan á húðina. Sú hugmyndafræði er einmitt það sem einkennir allt starf BIOEFFECT.

Brynja Einarsdóttir
Hleð inn síðu...