Beint í efni

Gjafasettin eru komin.

Vinsælu gjafasettin eru í ár hönnuð af listakonunni Doddu Maggý.

Dodda Maggý

Gjafasettin okkar innihalda áhrifaríkar húðvörur sem eru framleiddar úr hreinum og virkum innihaldsefnum með byltingarkenndum aðferðum plöntu-líftækni. Gjafasettin eru vandlega samsett af okkar vinsælustu vörum og eru því tilvalin gjöf fyrir þig og þau sem þér þykir vænt um.

Í ár eru gjafasettin myndskreytt af listakonunni Doddu Maggý. Verkin sem prýða öskjurnar eru innblásin af íslenskri náttúru, norðurljósunum og plöntum og trjám í blóma.

Photo by Art Bicnick.

EGF Serum Double.

Einstakt gjafasett sem inniheldur okkar margverðlaunuðu húðdropa í tvöföldu magni. EGF Serum er byltingarkennd vara sem inniheldur aðeins 7 hrein og áhrifarík innihaldsefni sem fyrirbyggja og vinna á ótímabærum öldrunarmerkjum húðarinnar. Okkar einstaka EGF úr byggi er þar í lykilhlutverki og tryggir hámarksárangur.

Gjafasettið inniheldur: EGF Serum 30 ml. í stað hefðbundinnar stærðar sem er 15 ml. Tvöfalt magn á 25% lægra verði.

EGF Classic Duo.

Gjafasettið inniheldur allt sem til þarf í árangursríka og nærandi húðrútínu fyrir andlit og augnsvæði. Gjafasettið inniheldur tvær af okkar allra vinsælustu vörum, EGF Serum og EGF Eye Serum með áfyllingu. Þessar verðlaunavörur hafa sýnileg áhrif á ásýnd húðarinnar með því að vinna á fínum línum og hrukkum og tryggja djúpan og langvarandi raka.

Gjafasettið inniheldur EGF Serum í fullri stærð 15ml, EGF Eye Serum 6 ml og EGF Eye Serum áfylling 6 ml. Gjafasettið er á 20% lægra verði en stakar vörur.

EGF Power Performance.

Veglegt gjafasett sem inniheldur tvær kraftmiklar vörur úr Power vörulínunni okkar sem er sérstaklega hönnuð til að vinna gegn sjáanlegum merkjum öldrunar ásamt því að jafna lit og áferð húðarinnar. Saman mynda EGF Power Serum og EGF Power Cream öfluga tvennu sem nærir, sléttir og þéttir þroskaða húð.

Gjafasettið inniheldur EGF Power Serum í fullri stærð 15 ml. og EGF Power Cream í fullri stærð 50 ml. Gjafasettið er á 25% lægra verði en fullt verð varanna.

Hleð inn síðu...