Beint í efni

7 ráð fyrir geislandi húð í sumar.

Í sól og sumaryl er afar mikilvægt að hugsa vel um húðina. Hér finnur þú sjö góð ráð sem tryggja að húðin þín geisli af heilbrigði, hver svo sem sumarplönin eru.

#1 SÓLARVÖRN ER ALGJÖRT MÖST

Sólin getur verið húðinni afar skaðleg og getur ýtt undir öldrun hennar. Við mælum með að nota sólarvörn allt árið en það er mikilvægast að nota hana yfir sumarmánuðina þegar sólin er hæst á lofti. Passaðu að bera sólarvörnina líka á hálsinn, eyrun, augnlokin og hársvörðinn þar sem hárið þitt skiptist.

#2 EINFALDAÐU HÚÐRÚTÍNUNA

Ýmsir þættir geta ert húðina á sumrin; sumarsólin, hitabreytingar, þurrt loft úr loftræstikerfum, frjókornaofnæmi og fleira. Því er gott að hagræða húðrútínunni og nota færri vörur svo húðin fái tækifæri til að jafna sig. Við hjá BIOEFFECT leggjum metnað okkar í að þróa húðvörur sem eru án olíu, alkóhóls og ilmefna auk þess sem þær innihalda eins fá auka efni og mögulegt er – allt til að lágmarka ertingu en skila samt ótrúlegum árangri.

#3 SKRÚBB, SKRÚBB

Dauðar húðflögur geta safnast fyrir á yfirborði húðarinnar og dregið úr náttúrulegum ljóma hennar. Þess vegna er gott að djúphreinsa hana einu sinni til tvisvar í viku. Volcanic Exfoliator inniheldur örfína kristalla úr íslensku hrauni og fínmalaða apríkósukjarna sem fjarlægja dauðar húðfrumur og önnur óhreinindi af yfirborði húðar. Húðin verður sléttari, mýkri og ljómandi eftir notkun.

#4 GÓÐUR RAKI

Þegar fer að hlýna er gott að nota léttari húðvörur sem smjúga hratt inn í húðina og veita henni nauðsynlegan raka. EGF Day Serum er afar frískandi gelformúla – fullkomin fyrir sumarið. Það jafnar rakastig og litarhaft húðarinnar, dregur úr fínum línum og hrukkum og veitir mjúka áferð sem hentar afar vel undir farða eða sólarvörn. EGF Day Serum er líka í miklu uppáhaldi meðal karlmanna því áferðin er bæði fersk og örlítið mött.

#5 VIÐHALTU RAKANUM ALLAN DAGINN

Þurra sumarloftið og loft úr loftræstikerfum geta þurrkað upp húðina. Því er frábært að hafa OSA Water Mist í töskunni eða á skrifborðinu til að fríska upp á húðina yfir daginn. Það inniheldur hreint íslenskt vatn, ortókísilsýru (OSA) og hágæða hýalúrónsýru sem styrkja húðina og gefa henni raka. Nú færðu OSA Water Mist á sannkölluðu sumartilboðsverði, með 15% afslætti.

#6 EKKI VANRÆKJA AUGNSVÆÐIÐ

Húðin í kringum augun er tíu sinnum þynnri og hefur mun færri fitukirtla en húðin annars staðar á andlitinu. Þess vegna er mikilvægt að veita henni nauðsynlega næringu með því að nota gott augnserum.

Ef þú vilt gera sérstaklega vel við húðina í kringum augun þá er um að gera að prófa BIOEFFECT EGF Eye Mask Treatment sem samanstendur af augnserumi með tvöföldu magni af EGF sem vinnur á hrukkum og svo rakagefandi augnmöskum sem auka virkni serumsins. Meðferðin gerir húðina í kringum augun sléttari, þéttari og ljómandi á augabragði og með reglulegri notkun dregur hún verulega úr hrukkum og fínum línum.

# 7 NÆRÐU HÚÐINA Á NÓTTUNNI

Góður raki er lykillinn að geislandi húð. Þess vegna tölum við stöðugt um mikilvægi þess að drekka nóg af vatni og nota rakagefandi húðvörur, eins og EGF Day Serumið okkar. Á kvöldin getur þú aukið enn frekar við rakann og næringuna með því að nota 2-4 skvettur af EGF Essence undir serumið. Þá vaknar þú með þétta og þrýstna húð sem er stútfull af raka.

Hleð inn síðu...