Beint í efni

Fögnum tíu ára afmæli árið 2020.

Áratug í mótun.

Grunnstoðir BIOEFFECT liggja í einskærum áhuga á vísindum og hagnýtri notkun þeirra. Þessi fyrstu tíu ár hafa verið ótrúlega viðburðarík enda hefur fyrirtækið, vörurnar og við sjálf þróast á þessum tíma – og á ýmsa vegu sem engan gat órað fyrir!

GRUNNURINN LAGÐUR

Fjölmörgum árum áður en BIOEFFECT leit dagsins ljós voru vísindamenninrnir þrír sem stofnuðu fyrirtækið, þegar komir vel á veg með rannsóknir sínar á sviði líftækni og erfðatækni. Eftir áralanga vinnu tókst þeim að beita þessari tækni til að erfðabreyta byggplöntum þannig að þær byggju til eftirgerð af próteinsins EGF (Epidermal Growth Factors) innan í fræjum byggplöntunnar. Þetta átti sér engin fordæmi og var talið mikið framfarastökk á vettvangi erfðatækninnar. En þetta varð líka til þess að breyta stefnunni hjá vísindamönnunum þremur og beina þeim óvænt inn á annað svið sem var þróun á húðvörum. Í kjölfarið varð BIOEFFECT til.

VERSLA

BIOEFFECT LÍTUR DAGSINS LJÓS

Fyrsta vara BIOEFFECT var sett á markað á Íslandi árið 2010. Það voru EGF Serum húðdroparnir sem fljótlega unnu sér viðurkenningu fyrir gæði og árangur. Innan tveggja ára voru um 30% íslenskra kvenna farnar að nota vöruna. Þetta var bara byrjunin. Góður árangur af notkun húðdropanna barst fljótt út og öllum varð ljóst að BIOEFFECT var komið til að vera. Til að fagna 5 ára afmæli EGF Serum árið 2015, setti BIOEFFECT tvær hátíðarútgáfur af vörunni á markað. Listamaðurinn Shoplifter / Hrafnhildur Arnardóttir hannaði fallegt box fyrir EGF Serum Special Edition en franska glervörufyrirtækið Pochet du Courval var fengið til að útbúa takmarkað upplag af bleikri flösku sem geymdi EGF Serum afmælisútgáfu.

Undanfarin 10 ár höfum við haldið áfram að þróa BIOEFFECT húðvörur og auka úrvalið, en vörulínan samanstendur nú af 13 vörum, alltaf með það að leiðarljósi að hjálpa viðskiptavinum okkar að bæta heilbrigði og ásýnd húðarinnar.

VERSLA

Áfram veginn!

Hróður BIOEFFECT varanna barst brátt út fyrir landsteinana og árið 2016 varð BIOEFFECT fyrst íslenskra fyrirtækja til að kynna nýjar vörur sínar í stórversluninni Harrods í London. Ári síðar var ráðist til inngöngu á bandarískan markað og það árið BIOEFFECT hlaut þá einnig hin virtu Marie Claire Prix d‘Excellence verðlaunin. Með því að leita sífellt nýrra leiða í nýsköpun og slaka aldrei á kröfum um gæði, hefur BIOEFFECT öðlast fjölmargar viðurkenningar um allan heim. Þær viðurkenningar hvetja fyrirtækið áfram í að sækja fram og kanna nýjar slóðir.

Árið 2019 voru dyr gróðurhúss BIOEFFECT opnaðar fyrir gestum svo áhugasamir mættu skoða hvernig hið verðmæta bygg er ræktað.

Á tíunda starfsárinu var svo fyrsta BIOEFFECT verslunin opnuð í Reykjavík. Afmælinu er einnig fagnað með framleiðslu á takmörkuðu upplagi af EGF Serum afmælisútgáfu þar sem EGF prótínið ser ræktað úr svörtu byggi. Listamaðurinn Shoplifter / Hrafnhildur Arnardóttir var fenginn til að búa fallega um afmælisútgáfuna og útkoman er afar eigulegur listgripur.

Hleð inn síðu...