Beint í efni

Ást & kossar.  

Nú styttist í daginn sem við helgum ástinni. Valentínusardagurinn er haldinn hátíðlegur á messudegi heilags Valentínusar 14. febrúar ár hvert.

Hvern ætlar þú að gleðja á Valentínusardaginn?

Meðal þess sem er hefðbundið að gera þennan dag er að senda ástinni sinni gjöf. Þessar hefðir eiga uppruna sinn í Bretlandi, Frakklandi og Bandaríkjunum en í öðrum löndum gilda oft aðrar hefðir og sums staðar er dagurinn helgaður vináttu í stað ástar.

Valentínusardagurinn er því kjörinn til að gleðja ástina, vin eða sjálfan þig með Valentínusargjöf frá BIOEFFECT.

Í tilefni af Valentínusardeginum gerum við ástinni hátt undir höfði og bjóðum einstaklega fallegan kaupauka: Varasalvi fylgir þegar verslað er fyrir 15.000 kr. eða meira.

BIOEFFECT varasalvinn er ómissandi í kulda og frosti líkt og er þessa dagana, kemur í veg fyrir þurrar varir og heldur þeim silkimjúkum og fallegum.

Nýi varasalvinn inniheldur náttúruleg og nærandi innihaldsefni eins og jojobaolíu, avókadóolíu og sólblómafrævaxi, sem inniheldur fitusýrur og E-vítamín. Auk þess inniheldur hann hýalúrónsýru sem veitir vörunum djúpstæðan raka.

BIOEFFECT varasalvinn fylgir nú sem gjöf á bioeffect.is og í verslun BIOEFFECT Hafnartorgi þegar verslað er fyrir 15.000 kr. eða meira.

Varasalvinn kemur í sölu á bioeffect.is þann 15. febrúar en fæst nú þegar í verslun BIOEFFECT og kostar hann 3.890 kr.

Hleð inn síðu...