Beint í efni

BIOEFFECT á Tax Free dögum

Nú standa yfir Tax Free dagar í Hagkaup og fylgir glæsilegur kaupauki að andvirði 5.900 kr. þegar verslað er fyrir 15.000 kr. eða meira á Tax Free.

Kaupaukinn inniheldur lúxusprufur af hinu margverðlaunuða EGF Serumi og Hydrating Cream sem saman koma í fallegum taupoka sem hentar vel í ævintýri sumarsins.

BIOEFFECT húðvörurnar eru á Tax Free í Hagkaup og tilvalið að nýta tækifærið til að gera góð kaup. Við mælum með þessum spennandi vörum:

EGF for Face and Body

Um er að ræða frábært vortilboð, EGF fyrir andlit og líkama, í fallega grænni snyrtitösku sem búin er til úr endurvinnanlegu efni.

  • EGF Serum húðdroparnir innihalda aðeins 7 náttúrulega hrein efni sem vinna í sameiningu gegn fínum línum og hrukkum og viðhalda heilbrigðu rakastigi í húðinni.
  • EGF Body Serum er með ríkulegt magn EGF próteina og veitir húð líkamans langvarandi raka, eykur þéttleika og gerir hana bæði slétta og mjúka.
EGF Serum Value Set

EGF Serum Value Set inniheldur hið margverðlaunaða EGF Serum í fullri stærð ásamt þremur EGF lúxusprufum; EGF Eye Serum, EGF Body Serum og EGF Essence. Einföld og áhrifarík fjögurra þrepa húðrútína í einum pakka!

Volcanic Exfoliator

Kornahreinsir fyrir andlit með örfínum ögnum úr íslensku hrauni ásamt fínmöluðum apríkósukjarna. Í kornahreinsinum er að auki andoxunarefnið E-vítamín sem ver húðina fyrir skemmdum og veitir góðan raka. Frábær hreinsir til að fjarlægja óhreinindi og dauðar húðfrumur úr andlitinu.

OSA Water Mist

Hinn fullkomni rakagjafi í amstri dagsins! OSA Water Mist er létt, olíulaust og nærandi andlitssprey sem gefur húðinni matta áferð og viðheldur heilbrigðu rakastigi hennar. Spreyið má nota yfir farða og eins oft yfir daginn og þörf þykir.

Hleð inn síðu...