Beint í efni

Byrjaðu árið á nýrri og kröftugri húðmeðferð!

Fyrir mörg okkar er nýtt ár gott tilefni til að tileinka sér nýjar og betri venjur. En hvernig sjáum við til þess að viðhalda þeim út árið?

Oft er sagt að það taki 21 dag að tileinka sér nýjar venjur, en samkvæmt rannsókn University College í London getur tekið allt að 66 daga að ná raunverulegum tökum á þeim. Þess vegna er lykilatriði að finna leiðir til að festa góðar venjur í sessi svo hægt sé að gera raunverulegar langtímabreytingar.

Janúar er kjörinn tími til að gera jákvæðar og eflandi lífstílsbreytingar. Óhóf hátíðahaldanna er að baki auk þess sem kaldir vetrardagar og óvenju mikil innivera hafa leikið húðina grátt.

Húðin er stærsta líffærið. Hún er næm fyrir umhverfisáhrifum á borð við mengun, veðurbreytingar og óreglulega umhirðu, sem getur haft skaðleg áhrif sem valda því að húðin þarf á sérlega góðri meðhöndlun að halda.

Það sem gerist innra með okkur skiptir ekki síður máli hvað húðina varðar. Minni sykurneysla getur haft afar jákvæð áhrif á ástand húðarinnar auk þess sem neysla góðrar fitu, sem finnst t.d. í feitum fiski, ólífuolíu, hnetum og fræjum, eykur heilbrigði húðarinnar.

Að lokum viljum við nefna einfalda aðferð sem vill þó gjarnan gleymast: vatnsdrykkju. Þegar við drekkum vatn reglulega yfir daginn höfum við jákvæð áhrif á nær alla líkamsstarfsemi, t.a.m. meltingu eða getu okkar til að viðhalda líkamshita, auk þess sem teygjanleiki húðarinnar eykst.

Hvað húðumhirðu varðar er vænlegt til árangurs að byrja nýtt ár á þar til gerðri húðmeðferð. BIOEFFECT 30 Day Treatment gerir nákvæmlega það sem nafnið gefur til kynna: meðhöndlar húðina á aðeins 30 dögum. Kjörin leið til að byrja nýja árið!

Þessi einstaka ofurvara inniheldur þrenns konar prótín úr byggi sem vinna saman gegn sjáanlegum merkjum öldrunar: fínum línum, stækkuðum húðholum, þurrki, minni teygjanleika og litabreytingum. Varan kemur í þremur litlum flöskum sem hver inniheldur tíu daga skammt. Þegar varan er notuð tvisvar sinnum á dag hefur hún sannarlega jákvæðan árangur: allt að 86% aukinn raka, dregur úr ásýnd fínna lína um allt að 34% og eykur teygjanleika um allt að 20%.

Ef þetta var ekki nóg til að sannfæra þig, þá er 30 Day Treatment nú á 15% afslætti! Það er því engin fyrirstaða fyrir þig að gera vel við húðina í upphafi nýs árs. Að auki verður þú komin 30 dögum áleiðis í 66-daga planinu og þeim mun nær því að festa nýjar og heilbrigðari húðvenjur í sessi!

Hleð inn síðu...