Beint í efni

Byrjaðu árið með öflugri 30 daga húðmeðferð.

Margir byrja nýtt ár á því að strengja áramótaheit, til dæmis að bæta andlega líðan, svefnvenjur, líkamsrækt, mataræði eða einfaldlega taka til í skápunum á heimilinu. Lífsstíll okkar hefur mjög mikil áhrif á húðina og þegar við drekkum meira vatn, förum fyrr að sofa, borðum meira af grænmeti, drögum úr streitu eða hreyfum okkur meira, þá uppsker húðin ávinninginn og fer að líta betur út.

Sum okkar vilja ef til vill hugsa extra vel um húðina í janúar, ýmist vegna þess að fyrstu einkenni öldrunar eru farin að láta á sér kræla eða það er viðburður eða tilefni á árinu og við viljum líta sérstaklega vel út. Ef það er raunin ættir þú að prófa virkustu vöruna okkar, BIOEFFECT 30 Day Treatment, en hún var valin sem Húðmeðferð ársins 2020 hjá Smartlandi mbl.is.

Sannkallað ofurserum – BIOEFFECT 30 Day Treatment.

Á fyrstu stigum þróunar var vinnuheiti meðferðarinnar BIOEFFECT Super Serum og okkur þykir það enn vera afar góð lýsing. 30 Day Treatment húðmeðferðin er sérstaklega þróuð sem kröftug viðbót við hefðbundna húðumhirðu sem notuð er í 30 daga í senn, 1-4 sinnum á ári. Hún er því fullkomin húðvara til að nota í janúar, kaldasta mánuði ársins, og byrja nýtt ár með krafti.

Meðferðin er svo einföld í notkun! Þú berð aðeins 3-4 dropa á hreina húð kvölds og morgna í 30 daga. Við mælum með að fólk sleppi öllum öðrum húðvörum (eins og serumum, olíum, rakakremum o.þ.h.), til að leyfa meðferðinni að virka óhindrað. Þannig einfaldar þú einnig húðumhirðuna þína til muna – sem er bónus.

Ef þú vilt auka áhrif 30 Day Treatment enn frekar og sjá hámarksárangur, mælum við með því að nota BIOEFFECT Imprinting Hydrogel Maskann með henni. Maskinn er sérstaklega þróaður til að hámarka virkni prótínanna auk þess að veita mikinn og djúpan raka svo húðin verður þétt og ljómandi á eftir.

Ef þið viljið taka #30DayChallenge og upplifa árangurinn á eigin skinni megið þið endilega deila sjálfsmyndunum ykkar með okkur, einfaldlega birtið myndina ykkar á Instagram og taggið @bioeffectofficial.

Hleð inn síðu...