Beint í efni

Embrace the Effect.

Okkar markmið er að endurheimta og viðhalda náttúrulega heilbrigðri húð með öflugri líftækni og þeim hreinu, öruggu og náttúrulegu efnum sem húðin þarf raunverulega á að halda. Vörurnar okkar eru afurð bæði náttúru og vísinda. Við fögnum þeim staðfesta og ótvíræða árangri sem þær hafa í för með sér.

Við erum stolt af vísindunum, vörunum og ekki síst árangrinum, sem fer ekki á milli mála. Framleiðsla og nýting EGF úr byggi er afurð vísinda í fremstu röð og margverðlaunaðrar tækni. Auk þess höfum við framkvæmt yfir 50 klínískar og vísindalegar rannsóknir á vörunum okkar. Rannsóknirnar standa frá 30 dögum í allt að 3 ár. Síðastliðinn áratug hafa yfir 2.000 íslenskar konur prófað vörurnar okkar og fengið að upplifa ótrúlegan árangur.

Niðurstöður allra okkar rannsókna staðfesta að notkun húðvara, sem innihalda EGF úr byggi, hefur öflug áhrif á ásýnd húðarinnar. Þessi áhrif fela meðal annars í sér aukinn raka, sléttari og þéttari húð og aukna framleiðslu kollagens.

Hleð inn síðu...