Beint í efni

Fyrir mikilvægustu konuna í lífi þínu.

Þar sem mæðradagur er handa við hornið, er kjörinn tími til að byrja hugsa um hvernig er hægt að dekra við þessa mikilvægu manneskju í lífi þínu!

Allar mæður eru einstakar og þess vegna elskum við þær svona mikið.

BIOEFFECT er með fullkominn mæðradags kaupauka fyrir alla sem versla fyrir 15.000 kr. eða meira í verslun okkar eða í vefverslun. Því ert kjörið að nota tækifærið og kaupa eitthvað fyrir mömmu sína, ömmu eða sig sjálfa til þess að fá þennan glæsilega kaupauka.

Þú getur verið viss um að finna eitthvað sem hentar öllum, hvort sem að það er eitthvað jafn einfalt (og rakagefandi!) eins og Hydrating Cream og EGF Serum, eða virkari vörur eins og 30 Day Treatment og EGF Eye Serum.

Við bjóðum upp á glæsilegan mæðradags kaupauka sem inniheldur BIOEFFECT nuddrúllu fyrir andlit og lúxusprufu af okkar virkustu vöru, EGF Power Cream. Saman koma nuddrúllan og kremið í fallegum hvítum gjafapoka sem unninn er úr lífrænu, endurunnu bómullerefni.

BIOEFFECT nuddrúllan er auðveld í notkun og hentar öllum húðgerðum. Rúllan virkar einstaklega vel til að slaka á vöðvum í andliti, hálsi eða á öðrum minni svæðum. Nuddrúllan er með tveimur rúllum og því mjög öflug til að örva blóðrásina, styrkja sogæðakerfið og létta á vöðvaspennu. Hún getur bætt ásýnd húðar svo um munar með reglulegri notkun og er kjörin fyrir heimadekur.

EGF Power Cream er nýtt og byltingarkennt andlitskrem. Það er bæði kraftmikið og djúpvirkandi, vinnur á fínum línum, jafnar lit og áferð og eykur þéttleika húðarinnar. EGF Power Cream inniheldur úrval virkra og sérvalinna efna úr plönturíkinu. Það inniheldur meðal annars lykilhráefnið okkar, EGF, auk betaglúkans sem við framleiðum á sjálfbæran hátt úr byggplöntum.

Berið BIOEFFECT krem eða serum á andlitið þannig að nuddrúllan renni auðveldlega yfir húðina. Rúllið upp háls og andlit með léttum þrýstingi, gætið þess að rúlla ekki niður. Gott er að byrja að rúlla frá hálsi upp að kjálka og yfir kjálkabein, því næst yfir kinnar og kinnbein og að lokum yfir ennið. Notist tvisvar til þrisvar sinnum í viku, í að minnsta kosti þrjár til fimm mínútur í senn fyrir mestan árangur.

BIOEFFECT mælir með að geyma nuddrúlluna í kæli, þar sem kælandi áhrif hennar vinna gegn þrota og þreytumerkjum.

Þetta mæðradags dúó er fullkomið fyrir þá sem vilja gleðja mikilvægustu konurnar í lífi sínu. Þegar þú parar BIOEFFECT nuddrúlluna fyrir andlit með EGF Power Cream getur þú verið viss að fá nærandi og kraftmikla húðrútínu sem hentar sérstaklega þroskaðri húð en er að sjálfsögðu engu síður frábær fyrir hvaða húð sem er óháð aldri!

Hleð inn síðu...