Beint í efni

Gjafasettin eru komin.

Gjafasettin okkar innihalda úrval þess allra besta úr vörulínu BIOEFFECT. Hvern kassa prýðir útsaumslistaverk, hannað og bróderað af James Merry. Við hönnunina sótti James innblástur í gróðurhús BIOEFFECT. Margslungið mynstrið fléttast út frá grænum röndunum í einkennismerki BIOEFFECT, teygir sig til allra átta og myndar margvísleg form sem vísa til byggplöntunnar og EGF prótínsins.

Skin Saviors gjafasett.

Inniheldur: EGF Serum, tvo Imprinting Hydrogel andlitsmaska og glæsilegt EGF Serum hulstur.

Hið margverðlaunaða EGF Serum inniheldur okkar einstaka EGF sem við framleiðum úr byggi. EGF er endurnærandi og rakabindandi prótín sem viðheldur sléttri og heilbrigðri ásýnd húðarinnar. EGF úr byggi nær mestri virkni í röku umhverfi. Með notkun Imprinting Hydrogel andlitsmaska er hægt að auka enn frekar á virkni EGF Serum, enda var maskinn sérhannaður til að hámarka áhrif prótínsins. Í sameiningu skilja vörurnar við húðina mjúka, þétta og vel nærða.

Skin Saviors gjafasett, 14.900 kr. (virði 19.770 kr.)

Power Duo gjafasett.

Inniheldur: EGF Serum og EGF Eye Serum.

EGF Serum er byltingarkennd húðvara sem býr yfir einstakri virkni; dregur úr ásýnd fínna lína, eykur þéttleika og vinnur gegn sjáanlegum öldrunarmerkjum. EGF Eye Serum inniheldur aukið magn EGF prótína úr byggi til að tryggja hámarksáhrif á augnsvæðinu. Það dregur úr bólgum og þrota og heldur húðinni umhverfis augun sléttri og þéttri. Í sameiningu tryggja vörurnar alhliða andlitsmeðferð sem ber raunverulegan og sýnilegan árangur.

Power Duo Set, 19.900 kr. (virði 23.800 kr.)

Hydration Heroes gjafasett.

Inniheldur: Hydrating Cream og OSA Water Mist.

Hydrating Cream er olíu- og ilmefnalaust andlitskrem. Það sameinar krafta milda, íslenska vatnsins, hýalúronsýru og E-vítamíns. Saman sjá þessi einstöku efni til þess að húðin sé vel nærð. Með því að spreyja húðina reglulega með OSA Water Mist viðheldur þú svo heilbrigðu rakastigi í amstri dagsins. Þetta létta andlitssprey endurnærir húðina auk þess að draga úr þurrki og þreytumerkjum, án þess að skilja eftir olíukennt eða klístrað lag. Fullkomið fyrir þá sem eru mikið á ferðinni eða þá sem búa og starfa í þurru lofti. Saman sjá Hydrating Cream og OSA Water Mist um að halda húðinni vel nærðri allan daginn.

Hydration Heroes gjafasett, 9.990 kr. (virði 12.390 kr.)

Í ár eru gjafakassarnir frá BIOEFFECT framleiddir úr FSC vottuðum gæðapappír. Umbúðirnar eru 100% endurvinnanlegar. Við viljum enn fremur gefa viðskiptavinum okkar kost á að endurnýta gjafakassana og finna þeim nýjan tilgang. Þess vegna lögðum við áherslu á að hönnunin væri einföld, fáguð og tímalaus.

Hvert þeirra er á óskalistanum þínum?

Hleð inn síðu...