Beint í efni

Heilbrigð húð á nýju ári.

Margir hefja nýtt ár með fyrirheitum um bættan lífsstíl. Sumir ætla að hreyfa sig meira, aðrir að rækta áhugamálin, enn aðrir ætla að vera duglegri að drekka vatn og svo eru það þeir sem ætla að losa sig við óþarfa og koma reiðu á heimilið. Við setjum okkur aftur á móti áramótaheit um bætta húðumhirðu — og mælum með að þú gerir slíkt hið sama!

Það tekur bæði tíma og vinnu að finna vörur sem henta þér og þinni húð. Þess vegna erum við gjarnan treg til að prófa nýjungar og taka áhættuna á að breyta því sem virkar. Það eru þó ýmsar aðrar breytur sem hafa áhrif á ástand og ásýnd húðarinnar, til dæmis veður, hormónar eða aldur. Þess vegna getur húðin haft gott af svolitlu orkuskoti öðru hverju. Það þýðir ekki að þörf sé á að umbreyta húðrútínunni algjörlega.

Virkasta varan okkar, 30 Day Treatment, er sérhönnuð sem öflug og tímabundin viðbót við hefðbundna húðumhirðu. 30 Day Treatment inniheldur þrenns konar prótín úr byggi sem þétta og slétta húðina; EGF, IL-1A og KGF.

Með hækkandi aldri dregst náttúruleg framleiðsla prótína í húðinni saman. Saman vinna prótínin í 30 Day Treatment gegn þessum afleiðingum og helstu sjáanlegu öldrunarmerkjum: fínum línum, svitaholum, þurrki, litabreytingum og slappleika húðar.

Þú berð einfaldlega 3-4 dropa á andlit, háls og bringu bæði kvölds og morgna í 30 daga. Við mælum með að notkun annarra húðvara (t.d. serum eða krem) sé hætt á meðan meðferðinni stendur.

Ef þú vilt gefa húðinni enn öflugra orkuskot mælum við með að nota Imprinting Hydrogel andlitsmaskann með 30 Day Treatment einu sinni til tvisvar í viku. Imprinting Hydrogel Mask er kælandi og róandi rakamaski sem var sérhannaður til að til að næra húðina og hámarka virkni EGF prótínsins í BIOEFFECT vörum.

EGF prótín úr byggi hefur mesta virkni í röku umhverfi. Þeim mun lengur sem yfirborð húðarinnar helst rakt, því meiri verða áhrifin. Þegar Imprinting Hydrogel andlitsmaskinn er notaður með BIOEFFECT vörum skapast kjöraðstæður fyrir EGF sem hámarka áhrif og virkni prótínsins.

Byrjaðu nýtt ár með krafti. Nú færðu 30 Day Treatment á 15% afslætti.

Hleð inn síðu...