Beint í efni
Frí sending á pöntunum yfir 10.000 kr.
Frí sending á pöntunum yfir 10.000 kr.

Húðlæknastöðin x BIOEFFECT

Húðlæknastöðin hefur tekið í notkun og hafið sölu á nýjustu vörulínu BIOEFFECT, 3xGF Recovery, sem er sérstaklega þróuð til að flýta fyrir bata og viðhalda árangri húðmeðferða.

Sérstaða 3xGF Recovery vörulínunnar er sú að hún inniheldur þrjá vaxtarþætti sem lykilinnihaldsefni, en auk EGF inniheldur formúlan vaxtarþættina KGF og Il-1a. Saman hafa þessir vaxtarþættir sérlega jákvæð áhrif á bataferli og endurheimt húðarinnar eftir meðferðir og aðgerðir.

Fyrstu tvær vörurnar í línunni eru 3xGF Recovery Serum og 3xGF Recovery Eye Serum.

„Við þróun nýju 3xGF Recovery vörulínunnar nýttum við hjá BIOEFFECT margra ára sérþekkingu og reynslu vísindateymis okkar í blöndun húðvara með vaxtarþáttum. Við leituðum jafnframt til utanaðkomandi sérfræðings, hins virta breska húðlæknis Dr. Firas Al-Niaimi, sem er sérfræðingur í lasermeðferðum og hefur meðal annars hlotið viðurkenningu sem Dermatologist of the Year hjá Global Excellence Awards bæði árið 2019 og 2022. Húðlæknastöðin hefur einnig nýtt sér sérfræðiþekkingu hans í tengslum við fræðslu og þjálfun starfsfólks.“ segir Sigrún Dögg Guðjónsdóttir, framkvæmdarstjóri rannsóknar og þróunar hjá BIOEFFECT.

Áhersla á hraðari bata eftir húðmeðferðir og aðgerðir.

Húðlæknastöðin er leiðandi á sviði húðmeðferða á Íslandi og þar starfa húðlæknar sem margir hverjir hafa yfir 20 ára reynslu á þessu sviði. Stöðin leggur ríka áherslu á sannreyndar meðferðir, en eftir slíkar aðgerðir getur húðin orðið viðkvæm, bólgin og opin.

Öflug eftirmeðferð sem styður við náttúrulegt bataferli húðarinnar er því lykilatriði. BIOEFFECT 3xGF Recovery Serum hefur verið í prófunum hjá Húðlæknastöðinni og reynst einstaklega vel. Í kjölfar jákvæðrar reynslu var ákveðið að taka vörulínuna í notkun sem hluta af eftirmeðferð. Klínískar niðurstöður og rannsóknir á virkni 3xGF Recovery línunnar hafa gegnt lykilhlutverki í samstarfinu.

Auk þess mælir Húðlæknastöðin með BIOEFFECT Imprinting Hydrogel Masks fyrir andlit og augu eftir húðmeðferðir, en þeir kæla og róa húðina og styðja við bataferlið.

„Við erum stöðugt að endurskoða og betrumbæta húðmeðferðir okkar og fylgjumst vel með nýjungum á markaðnum. BIOEFFECT leggur mikla áherslu á klínískar rannsóknir – og það gerum við líka. Þess vegna finnst okkur samstarfið spennandi,“ segir Jenna Huld Eysteinsdóttir, einn eigenda Húðlæknastöðvarinnar.

„Stórvinur okkar, Dr. Firas Al-Niaimi, hefur unnið með BIOEFFECT að þróun nýrrar línu sem miðar að því að stytta batatíma og flýta fyrir gróanda eftir lasermeðferðir. Rannsóknir hans sýna fram á mjög góðan árangur og við erum spennt að kynna þessa vörulínu fyrir okkar viðskiptavinum “ bætir hún við.

Liv Bergþórsdóttir, forstjóri BIOEFFECT segir: „Við erum gríðarlega ánægð með samstarfið við Húðlæknastöðina og það er mikill gæðastimpill fyrir nýju 3xGF Recovery vörulínuna okkar að þau hafi tekið hana í notkun. Undanfarin ár hafa hvers kyns húðmeðferðir orðið sífellt vinsælli og almennari. Fólki munar um hvern dag sem það þarf að taka frá vinnu, og því er mikilvægt að stytta batatímann eins og hægt er. 3xGF Recovery var sérstaklega þróað til að koma til móts við þennan ört stækkandi hóp og bjóða upp á hraðari og öflugri bata.“