Beint í efni

Húðmæling hjá BIOEFFECT.

Síðan BIOEFFECT verslunin opnaði dyr sínar árið 2020 höfum við hugsað hvernig við getum veitt viðskiptavinum okkar enn betri og einstaklingsmiðaðri þjónustu, þar sem húð okkar er jafn mismunandi og við erum mörg.

Húðvörur BIOEFFECT hafa alltaf verið rannsakaðar og prófaðar í þaula. Við framkvæmum sjálfstæðar innanhússrannsóknir þar sem árangur er mældur með VISIA Skin Analysis kerfi, til að staðfesta ávinninginn af vörunum okkar.

Við settumst niður með Agnesi Evu Sandholt, verslunarstjóra og sérfræðingi í húðmælingu hjá VISIA, til að vita meira um mælinguna sjálfa, hvað getur komið mest á óvart í henni og hvernig hún getur hjálpað þér að þekkja þína húð og hvers hún þarfnast. „VISIA tækið mælir fjóra þætti á yfirborði húðarinnar með því að taka háskerpuljósmyndir með tvenns konar flassi. Við sjáum þá roða í húð, hrukkur og fínar línur, áferð húðar og húðholur. Forritið sem við notum til að skoða myndirnar ber niðurstöður hvers og eins saman við stóran gagnagrunn af fólki og við fáum eins konar „stöðumat“ húðarinnar og hvar viðkomandi stendur í samanburði við jafnaldra sína. Eftir mælinguna förum við yfir niðurstöðurnar saman og mælum með vörum sem geta hjálpað til að vinna á vandræðaþáttum hvers og eins“.

Við Agnes ræðum einnig hvað kemur fólki mest á óvart að mælingu lokinni, og hvað er mikilvægt skref í húðumhirðu sem getur farið fram hjá fólki. „Það sem hefur komið fólki mest á óvart er þurrkur, oft í kringum augnsvæðið og hvað það skiptir miklu máli að þrífa húðina vel. Hreinsivörur taka ekki bara af farða og augnmálningu heldur líka yfirborðsóhreinindi, mengun, dauðar húðfrumur og húðfitu. Ef húðin er ekki þrifin vel þá ertu heldur ekki að fá það besta út úr virku húðvörunum þínum“.

Einnig segir Agnes okkur frá því að það sem valdi húðinni hvað mestu skaða séu sólböð og ljósabekkjanotkun, og skaðinn sé oft ekki sýnilegur fyrr en mörgum árum síðar. „Ég mæli því alltaf með að nota sólarvörn í útivist og á ferðalögum. Húðin er okkar stærsta líffæri og því mikilvægt að hugsa vel um hana, bæði með því að nota rakagefandi, hreinar og nærandi húðvörur en einnig með því að drekka nóg vatn og borða næringarríkan mat“.

Mæling fer þannig fram að teknar eru myndir af báðum hliðum andlitisins með VISIA tækinu og mælingin sjálf tekur u.þ.b. 2 mínútur. Myndirnar eru svo greindar og Agnes aðstoðar við að lesa úr þeim með viðskiptavininum og aðstoðar svo við að mæla með vörum sem henta viðkomandi einstaklingi til að bæta ásýnd húðarinnar.

Við erum virkilega stolt að geta veitt viðskiptavinum BIOEFFECT betri innsýn inn í ástand húðar sinnar og hvað hún virkilega þarf með því að bjóða upp á þessa nýju og byltingarkenndu húðmælingu í verslun okkar við Hafnartorg. Hægt er að panta mælingu miðvikudaga og fimmtudaga á milli 14:00 - 17:30. Greitt er 4.900 kr. fyrir húðmælingu og upphæðin gildir upp í vöruúttekt í verslun BIOEFFECT á Hafnartorgi.

Ánægðir viðskiptavinir segja frá húðmælingu á Hafnartorgi

Húðmælingin hefur mælst afar vel fyrir hjá viðskiptavinum BIOEFFECT. Erla Ósk Ásgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur, heimsótti okkur á dögunum. Hún sagði okkur frá húðmælingunni, versluninni og reynslunni af notkun vörulínunnar:

„Ég fór í húðmælingu í verslun BIOEFFECT í miðbænum í dag og fékk alveg frábæra þjónustu. Sú sem afgreiddi mig var svo klár og vel upplýst um allt sem kom að vörum ykkar og mínum þörfum þar sem ég er með rósroða. Svo ég bæti nú um betur þá er það er eiginlega magnað að síðan ég byrjaði eingöngu að nota vörurnar ykkar þá hefur rósroðinn ekki látið sjá sig, sem eru mjög mikil lífsgæði fyrir mig því þetta getur reynst töluvert mikið vesen. Mikið er gaman að fá svona góða þjónustu. Mun svo sannarlega mæla með heimsókn í miðbæinn í verslun ykkar.“

Hleð inn síðu...