Beint í efni

Húðumhirða fyrir fallegar hendur.

Tíður handþvottur yfir daginn veldur auknu álagi á húðina sem verður þá hættara við ofþornun auk þess sem hendurnar fá á sig þreytulegt yfirbragð, líkt og þær séu vinnulúnar. Við hjá BIOEFFECT höfum hannað tvennu sem bæði nærir og frískar húð handanna. Njóttu þess að slaka aðeins á og launa þessum duglegu vinnukonum erfiðið með því að sinna þeim extra vel, einu sinni til tvisvar í viku.

Fyrra skref: Frískar og endurnýjar

Bleyttu hendur örlítið og berðu smáskammt (á stærð við baun) af Volcanic Exfoliator á rakar hendurnar. Þetta er náttúrulegur skrúbbur sem mýkir húð og hendur, gerður úr blöndu af íslenskum hraunkristöllum og möluðum apríkósukjörnum. Nuddaðu mjúklega með hringlaga hreyfingum, ekki síst handarbakið og í kringum neglurnar. Skrúbburinn losar um þurra og dauða húð svo það fer að glitta í bjartari og frísklegri húð.

Seinna skref: Nærir og endurbætir

Setjið skammt af EGF Body Serum í lófann og berið á hendurnar. Nuddið vel inn í húðina á handarbaki, milli fingranna og í lófa – og ekki gleyma naglaböndum. Þessi vara inniheldur glýserín sem veitir raka og einnig EGF (Epidermal Growth Factor) sem við vinnum úr byggi. Þetta er áhrifaríkasta blandan til að endurnýja húðina á höndum, fríska hana og laga. Hentar öllum húðgerðum. Áferðin er líkust geli sem auðveldar húðinni að draga efnið í sig.

Þetta er sannkallað dekur fyrir hendurnar sem geta þá snúið aftur til starfa, ferskar og endurnærðar.

Hleð inn síðu...