Hvað er EGF og hvað gerir það fyrir húðina?
EGF (Epidermal Growth Factor) er svokallaður vaxtarþáttur sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni og gegnir mikilvægu hlutverki við að halda henni sléttri, þéttri og heilbrigðri ásýndar. EGF hefur áhrif á náttúrulega framleiðslu kollagens, elastíns og hýalúronsýru og styður þannig við þéttleika og rakastig húðarinnar.
Húð barna er þétt og þrýstin, enda er hún afar rík af EGF. Frá fæðingu og fram á fullorðinsár framleiðir líkami okkar þessi endurnærandi boðskiptaprótín í ríku magni. Þegar við náum fullum líkamlegum þroska fer aftur á móti að draga úr framleiðslu vaxtarþátta og upp úr tvítugu hefur hægt verulega á framleiðslunni. Á breytingaskeiðingu er skerðingin svo orðin verulega takmörkuð. Fyrir vikið hægir á frumuskiptum og náttúrulegri endurnýjunarhæfni húðarinnar og í kjölfarið fer að bera á sýnilegum merkjum öldrunar; húðin verður slappari, þynnist og fer að síga og fínar línur og hrukkur verða sýnilegar.