Beint í efni

Hvað er 'skinimalism'?

Spennandi nýjungar í húðumhirðu árið 2022 samkvæmt sérfræðingnum Dr. Birni Örvari, einum af stofnendum BIOEFFECT og framkvæmdarstjóra ORF Líftækni.

Eftir að heimsfaraldur hefur herjað á okkur hefur breytt hugarfar og áherslur á andlega og líkamlega heilsu aukist, með þessum breytingum sá húðvöruheimurinn mikinn vöxt í áhuga á ‘skinimalism’.

‘Skinimalism’ er að huga að húð sinni með færri en virkari húðvörum, frekar en að stóla á hyljara, farða og sólarpúður til að veita húð þinni ljóma og líf. Fólk vill nú enn meira hreinar og virkar vörur sem hjálpa húð þeirra í átt að heilbrigði og náttúrulegum ljóma. Þannig í stuttu máli er ‘skinimalist’ rútína sú sem byggir á sem fæstum vörum, með eins hreinum og fáum innihaldsefnum og hægt er.

Hvernig munu þessir nýju tískustraumar í húðumhirðu hafa áhrif á húð okkar árið 2022? Við spjölluðum við dr. Björn Örvar, einn af stofnendum BIOEFFECT og framkvæmdastjóra rannsókna og nýsköpunar, til að heyra meira um þessar áhugaverðu breytingar.

“Yfir síðasta áratug, höfum við upplifað mun vísindalegri og beinskeyttari leiðir þegar það kemur að því hvernig húðvörur eru blandaðar. Markaðurinn vill fá raunverulegar sannanir um virkni húðvara og þar að auki einfaldari, öruggari og tærari formúlur. Við höfum loksins einnig séð líftækni færa sig inn á svið húðvara, eitthvað sem að við hjá BIOEFFECT höfum verið að gera í mörg ár með EGF próteininu okkar sem er ræktað í byggplöntum. Ég geri ráð fyrir því að líktækni muni verða ennþá mikilvægari í húðvöruheiminum á komandi árum, þar sem þessi tækni getur veitt okkur kraftmikil tól þegar kemur að því að blanda sérstakar formúlur með virkum innihaldsefnum sem húðin okkar gæti þurft á að halda eða haft bót af. Einnig sjáum við líftækni hjálpa til við að búa til vörur fyrir sérstök húðvandamál með hjálp læknisvísinda og húðfræðinga.”

Með allt þetta í huga, er mjög áhugavert að heyra álit Dr. Björns á hvernig heimsfaraldurinn hefur haft áhrif á húð okkar þar sem að grímunotkun var orðin hluti af hversdagsleikanum. Dr. Björn útskýrir að “það er að vernda húðina heldur áfram að vera miðpunkturinn þegar kemur að húðumhirðu árið 2022, þar sem grímunotkun var orðin okkar nýji hversdagsleiki. Það sem meira er, er að rannsóknir halda áfram að sýna ertingu sem umhverfisþættir eins og t.d. UV geislar, mengun, streita og mataræði eru ástæða fyrir ósýnilegri bólgum í húð. Bólgur eins og þessar eru mjög varasamar þegar það kemur að sýnilegri öldrun húðar og kallast á ensku ‘inflamm-aging’ (‘bólgu-öldrun’), með því að brjóta niður kollagen og teygjanleika húðarinnar yfir langan tíma, sem hefur áhrif á hvernig húðin starfar best. Út af þessu munum við líklegast sjá spennandi nýjungar sem notast við mildari innihaldsefni til að passa að húðin geti starfað eins og hún á að gera, geti viðhaldið raka og komið í veg fyrir ertingu og bólgum í húð.”

Á síðasta ári kynntum við til leiks nýtt og byltingarkennt andlitskrem, EGF Power Cream, sem hefur á mjög stuttum tíma unnið sér sess sem ein vinsælasta vara BIOEFFECT og fengið lof um allan heim. EGF Power Cream inniheldur úrval virkra og sérvalinna efna úr plönturíkinu. Það inniheldur meðal annars lykilhráefnið okkar, EGF, auk betaglúkans sem við framleiðum á sjálfbæran hátt úr byggplöntum. “Þegar við settum EGF Power Cream á markað, voru innihaldsefnin vel valin úr plönturíkinu eins og okkar einstaka EGF sem er unnið úr byggi og einnig efni sem draga úr ertingu eins og Oridonin, Barley Beta Glucan, Niacinamide og að lokum innihaldsefni sem herma eftir náttúrulegum aðferðum húðar við að viðhalda raka – Hyaluronic Acid, Squalene og Glycerin. EGF Power Cream er ný kynslóð af andlitskremi og er byltingarkennt vopn í baráttunni gegn sýnilegum ummerkjum öldrunar á húð. Það er bæði kraftmikið og djúpvirkandi, vinnur á fínum línum, jafnar lit og áferð og eykur þéttleika húðarinnar.

Það er svo sannarlega hægt að segja að með auknum áhuga á einfaldari og hreinni húðrútínum og minimalískari aðferðum þegar það kemur að því að velja umræddar rútínur, að minna er ávalt meira.

Bæði þegar við kemur hversu margar vörur þú notar í rútínunni þinni, og að sama skapi þegar það kemur að innihaldsefnalistanum.

Það sem við viljum veita viðskiptavinum okkar er sjáanlega virkni, og langur innihaldsefnalisti gerir ekki alltaf það, og stundum getur hann gert illt verra. “Samkvæmt skýrslu frá NPD Group sem kom út í September 2020, segjast 22% af konum hafa breytt húðrútínu sinni út af heimsfaraldrinum og meiri hluti þessara kvenna segjast ætla halda sig við nýju rútínuna jafnvel þó að hlutir munu falla aftur í sama far og áður var horfið. Í framtíðinni erum við að sjá breytingar í átt að einfaldleika, einfaldleika þegar kemur að húðumhirðu bæði þegar við kemur vörum, rútínum og innihaldsefnum – þar sem fólk er að skipta út viðamiklum húðvöru ‘söfnum’ fyrir færri vörur sem hafa meiri virkni sem er sýnt og sannað með vísindalegum rannsóknum og könnunum.”

Dr. Björn Örvar endar samtal okkar á því að segja að “yfir síðasta áratug, höfum við séð mun meiri meðvitund meðal neytenda hvað varðar innihaldsefni og mikla upprisu í því sem er kallað ‘clean beauty movement’. Til dæmis segja nýlegar rannsóknir að um það bil þriðjungur kvenna á aldrinum 18-34 ára forðast vörur sem innihalda paraben eða silicone. Þegar við settum EGF Serum á markaðinn árið 2010, föttuðum við fljótt að það sem lét okkur standa uppúr í þessum hafsjó af vörum, er að serumið innihélt aðeins 7 tær innihaldsefni. Sem líftæknifyrirtæki skildum við aldrei hugsunina á bakvið langa og flókna innihaldsefnalista, eru tugir eða jafnvel hundruðir innihaldsefna virkilega það sem húðin okkar þarfnast? Okkar markmið er að endurheimta og viðhalda náttúrulega heilbrigðri húð með öflugri líftækni og þeim hreinu, öruggu og náttúrulegu efnum sem húðin þarf raunverulega á að halda. Vörurnar okkar eru afurð bæði náttúru og vísinda. Við fögnum þeim staðfesta og ótvíræða árangri sem þær hafa í för með sér — og hvetjum þig til að gera slíkt hið sama."

Hleð inn síðu...