Beint í efni

Kynnum til sögunnar kolsvart bygg.

Það gerir EGF Serum afmælisútgáfu okkar svo sérstaka er svarta byggið og tvöfaldur styrkleiki EGF. BIOEFFECT hefur verið í fararbroddi í þróun byltingarkenndra húðvara frá því við settum EGF Serum fyrst á markað árið 2010. Því var vel við hæfi á þessum tímamótum að ganga enn lengra og þróa enn öflugri vöru um leið og við stígum inn í nýjan áratug.

VERSLA BIOEFFECT VÖRUR

TÖFRAR SVARTRA FRÆJA

Við vinnum að því alla daga að auka þekkingu okkar á þessari ótrúlegu plöntu og skilja eiginleika hennar. Undanfarin ár höfum við notað afbrigði af byggi sem hentar afar vel til framleiðslu á EGF vörunum okkar og nú hefur okkur einnig tekist að þróa okkar eigið afbrigði af svörtu byggplöntunni sem við notum í fyrsta skipti í gerð afmælisútgáfunnar.

HREINT OG ÖFLUGT

Svarta byggið býr yfir fleiri sérstökum eiginleikum því fræ plöntunnar hafa ekki hýði sem auðveldar hreinsunarferli EGF prótínsins. Því er svarta byggið langöflugasta uppspretta EGF sem fundist hefur hingað til.

Við ræktuðum þetta nýja svarta afbrigði í hátæknilegri gróðursmiðju okkar og það er býsna tilkomumikil sjón að sjá svartar og grænar byggplönturnar vaxa hlið við hlið. Ræktunin í gróðurhúsinu byggist öll á vatnsrækt þar sem við nýtum einstaka eiginleika íslenska vatnsins og jarðvarma við ræktunina.

VERSLA BIOEFFECT EGF SERUM

Hleð inn síðu...