Beint í efni

Leyfðu húðinni að ljóma.

Allir sem þekkja BIOEFFECT vita að ást okkar á heilbrigðri húð og líkama er óendanleg.

BIOEFFECT kynnir til leiks EGF tvennu fyrir andlit og líkama.

Allir sem þekkja BIOEFFECT vita að ást okkar á heilbrigðri húð og líkama er óendanleg. Margir af okkar allra hörðustu aðdáendum eiga húðrútínur sem að gætu jaðrað við að vera kallaðar heilagar og ekki má sleppa úr degi. Rútínur geta falið í sér allt frá baði eða sturtu, að hreinsa húðina eða skrúbba, bera á sig rakakrem eða að nota serum undir nuddrúllur og gua sha. Mörgum gætu þótt rútínur sem þessar yfirdrifnar en rútína sem stuðlar að vellíðan og heilbrigði er bara af hinu góða og stundum er gott að byrja smátt. Eins og við höfum nefnt áður, þá er oftar en ekki minna – meira!

Byrjaðu vorið á þessari rakagafandi húðrútínu frá BIOEFFECT, fyrir 23.900 kr. (þú sparar 6.000 kr.) færðu 2 EGF vörur í fullri stærð, sem koma saman í fallega grænni snyrtitösku, sem er endurvinnanleg. Taskan inniheldur EGF Serum og EGF Body Serum og er einstaklega létt og þægileg, fullkomin fyrir ferðalagið, í ræktina eða sundið.

Þetta dýnamíska EGF dúó veitir húð þinni langvarandi raka og hjálpar við að viðhalda húðinni sléttri og ásýnd hennar heilbrigðri. Meira um þessar virku vörur hér fyrir neðan.

EGF Serum

EGF Serum er byltingarkennd húðvara sem er sérhönnuð til að draga úr ásýnd fínna lína og vinna gegn sjáanlegum öldrunarmerkjum. Lykilhráefnið er EGF prótín úr byggi; endurnærandi og rakabindandi boðskipaprótín og jafnframt það fyrsta sinnar tegundar í heiminum sem unnið er úr plöntum. Fjölmargar rannsóknir hafa staðfest margvíslegan árangur á borð við aukinn raka og þéttleika húðarinnar. Upplifðu hámarksárangur með hreinni húðvöru sem inniheldur aðeins 7 náttúrulega virk efni.

EGF Body Serum

Húðin á líkamanum er þykkari en húðin í andlitinu. Hún er samt alveg jafn næm fyrir öldrun. Þetta létta líkamsserum inniheldur ríkulegt magn EGF prótína og er sérstaklega hannað til að smjúga hratt inn í húðina og dreifast vel. Þannig komum við í veg fyrir að formúlan sitji eftir eða myndi klístrað lag á yfirborði húðarinnar. EGF Body Serum inniheldur hreint og mjúkt íslenskt vatn, hýalúronsýru, þykkni úr byggfræjum og glýserín. Þessi olíu- og ilmefnalausa formúla lífgar upp á húðina, veitir henni langvarandi raka og gefur henni bæði mýkri og sléttari áferð.

Með reglulegri notkun getur þú aukið þéttleika og ljóma og dregið úr sýnilegum merkjum öldrunar með notkun þessara tveggja EGF vara.

Það er ekki auðvelt að gera okkur til geðs þegar við formúlerum okkar vörur og þegar við hugsum um þína upplifun á vörunum okkar þá gerum við miklar kröfur til okkar.. Við viljum virkar vörur, sem veita sjáanlegan árangur og að áferðin sé ekki til vandræða eða klístruð. Það ætti ekki að vera nóg að lofa öllu fögru með prósentutölum og hnyttinni markaðssetningu. Við vitum að fólk stólar á þessar vörur til þess að dekra við sig og slaka á og að viðskiptavinir geta verið með miklar kröfur þegar að kemur að áferð, lykt og virkni þessara vara – þess vegna eru allar okkar vörur án olíu, ilmefna, alkóhóls, parabena og glutens. Við viljum að ykkur líður vel í eigin skinni áður en þið byrjið daginn eða endið hann. Þess vegna trúum við því að eftir að þú prófar EGF Serum og EGF Body Serum, munir þú upplifa raka sem aldrei fyrr og ekki snúa aftur frá BIOEFFECT.

Vörur BIOEFFECT henta öllum húðgerðum og munu veita húð þinni nærandi raka í gegnum allt sumarið.

Hleð inn síðu...