Beint í efni

Kíktu í gróðurhúsið í Grindavík.

Okkur langar að sýna þér hvernig við ræktum virka efnið í byltingarkenndu EGF-húðvörunum. Aðferð okkar er einstök því við ræktum þessi sértæku prótín í byggplöntum. Þannig leiðum við saman náttúru, vísindi og afrakstur sem á sér engan sinn líka.

Gróðurhúsið við Grindavík

Háþróaðar húðvörur okkar eru framleiddar með aðstoð bæði líftækni og plönturíkisins og eru þannig afrakstur einstakrar samvinnu náttúrunnar og vísindanna. Á þennan hátt hefur okkur tekist að vinna einfaldar en magnaðar húðvörur sem hverfast um eitt lykilefni: EGF (Epidermal Growth Factor), sérvirkt prótín sem framleitt er hér í þessu hátæknilega gróðurhúsi.

Gróðurhús okkar í grennd við Grindavík minnir svolítið á geimskip þar sem það situr í auðninni, umlukið tilkomumiklu og mosagrónu Reykjaneshrauninu. Svæðið er ríkt af náttúruauðlindum sem eru óspart nýttar við framleiðsluna, bæði jarðvarminn og vikurinn auk hreina grunnvatnsins. Ísland telst vera á unglingsaldri í jarðsögulegu tilliti og því er yfirdrifið nóg framboð af jarðhitanum sem finnst víða um land. Orkan verður til þar sem ferskvatn, sjór og hraun mætast neðanjarðar – nærri tveimur kílómetrum undir yfirborðinu – og við samrunann myndast heitt vatn og gufa. Orkan er beisluð með því að bora djúpar holur í gegnum jarðskorpuna, dæla vatninu í gegnum jarðvarmavirkjanir sem svo dreifa orkunni áfram til neytenda. Hægt er að nýta jarðvarmann til framleiðslu á rafmagni eða miðla heitu vatninu til nágrannabyggðarlaga um hitaveitur.

Vissir þú?

Í gróðurhúsinu eru hvorki fleiri né færri en 130 þúsund byggplöntur! Líftími hverrar plöntu er um 14 mánuðir og með aðstoð líftækni framleiðir plantan, og varðveitir, hið dýrmæta prótín, EGF (Epidermal Growth Factor), sem við notum í vörurnar okkar. Fylgst er nákvæmlega með hverju skrefi ræktunarinnar og umhverfi framleiðslunnar svo tryggja megi gæði og hreinleika afurðarinnar. EGF er lykilefnið í margverðlaunuðu BIOEFFECT vörunum, allt frá flaggskipinu okkar EGF Serum til nýjustu viðbótarinnar í húðvörulínunni, EGF Power Cream.

Byggplönturnar eru ræktaðar í vikri í stað moldar til að koma í veg fyrir hvers konar mengun. Plönturnar eru vökvaðar með tæru grunnvatni sem hefur síast í gegnum jarðlögin á langri leið sinni frá upptökum til sjávar. Vatnið flytur plöntunum nauðsynleg næringarefni sem efla vöxt þeirra og viðgang. Við höfum ofurtrú á að þessar hreinu náttúruauðlindir, allar þessar gjafir jarðarinnar sem finna má í nágrenni gróðurhússins, skili sér í hreinni gæðaafurð. Þess vegna notum við líka íslenskt vatn í allar okkar húðvörur, svo sem hreinsivatnið Micellar Cleansing Water og OSA Water Mist, og notum örsmáa hraunkristalla úr Hekluhrauni í hreinsiskrúbbinn Volcanic Exfoliator.

Hleð inn síðu...