Beint í efni

Lykillinn að áhrifaríkri EGF húðrútínu.

Þegar það kemur að húðumhirðu er það því miður ekki þannig að ein rútína hentar öllum. Það má hins vegar komast ansi nálægt því með hreinum húðvörum sem henta öllum húðgerðum, líkt og vörurnar okkar hjá BIOEFFECT gera.

Að setja saman fullkomna húðrútínu hljómar ekki svo flókið, er það nokkuð? Raunin er hins vegar sú að flestir eiga í erfiðleikum með að finna réttu rútínuna fyrir sína húð, þar sem síbreytilegt umhverfi og veðurfar hefur áhrif á húð okkar og hvers hún þarfnast.

Einnig getur það verið yfirþyrmandi að átta sig á því hvaða innihaldsefni henta þér og þinni húð best, hvaða vörur virka vel saman og í hvaða röð er rétt að bera þær á húðina til að þær dragi ekki úr virkni hvors annars. Ef þú kannast við þessa tilfinningu þá er EGF Serum Value Set fullkomin lausn fyrir þig! Þú færð nærandi EGF húðrútínu saman í einum setti og hér að neðan geturðu kynnt þér hvernig er best að nota vörurnar.

Settið inniheldur EGF Serum í fullri stærð og einnig lúxusprufur af EGF Eye Serum, EGF Essence og EGF Body Serum. Með þessum fjórum vörum höfum við sett saman hina fullkomnu EGF húðrútínu fyrir bæði andlit og líkama.

  • Hellið fyrst 2–4 skvettum af EGF Essence í lófann og þrýstið mjúklega inn í húðina í andliti og á hálsi.
  • Berið næst 2–4 dropa af EGF Serum á andlit, háls og bringu, en þetta má gera bæði kvölds og morgna.
  • Síðasta skrefið fyrir andlitið er EGF Eye Serum. Berið lítið magn af vörunni á húðina í kringum augun með fingurgómunum og nuddið mjúklega til að tryggja jafna dreifingu.
  • Berið loks 2–3 dropa af EGF Body Serum á hvert líkamssvæði og nuddið með hringlaga hreyfingum. Notið daglega eftir bað eða sturtu til að ná hámarksárangri.
  • BIOEFFECT mælir með að nota EGF vörur eftir sturtu eða bað, eða eftir andlitshreinsum, vegna þess að EGF nær mestri virkni í röku umhverfi.

Það getur verið erfitt fyrir neytendur að velja úr þeim hundruðum húðvara sem markaðurinn hefur upp á að bjóða. Auk þess einfaldar það ekki málið að flestar þeirra eru merktar fögrum loforðum um að vera rakagefandi, veita húðinni ljóma eða draga úr öldrunareinkennum (ég veit, ég veit! Við gerum þetta líka), en flest þessara loforða eru sett á umbúðirnar til að grípa athygli neytenda og láta vöruna standa út í þessum hafsjó. Flestir myndu halda að merkingar af þessu tagi einfölduðu okkur leitina að réttu húðvörunum til að leysa úr þeim húðvandamálum sem við glímum við en raunin er hins vegar ekki alltaf sú. Oft endum við á því að kaupa vörur sem innihalda fögur fyrirheit en niðurstöðurnar samræmast loforðunum ekki alltaf nægilega vel, ef þær skila einhverjum árángri til að byrja með. Það er því engin furða að margir af þeim neytendum sem við höfum heyrt frá eru óöruggir í þessum efnum og finnst yfirþyrmandi að velja sér réttar húðvörur.

Hjá BIOEFFECT getum við hins vegar vísað í rannsóknir sem gerðar hafa verið á virkni og áhrifum frá vörunum okkar hjá mörgum þátttakendum yfir nokkurra mánaða tímabil. Þannig getum við með sanni sagt að vörurnar okkar gera það sem við segjum að þær geri. Vinsælasta varan okkar, EGF Serum, inniheldur aðeins 7 innihaldsefni og við erum stolt af því að segja að hún hentar öllum húðgerðum, rétt eins og allar aðrar BIOEFFECT vörur.

Hleð inn síðu...