Beint í efni

Nýtt EGF Hand Serum sem verndar, nærir og mýkir húð á höndum.

Handserumið fer þig mjúkum höndum en er í senn öflugur rakagjafi. Handserumið inniheldur öflug og áhrifarík efni á borð við okkar einstaka EGF úr byggi, níasínamíð, seramíð og hýalúronsýru til að næra þurrar og sprungnar hendur.

Oft gleymast hendur okkar þegar það kemur að húðumhirðu, þrátt fyrir að álagið á þær sé mikið.

Kaldir vindar, frost og tíður handþvottur getur skilið hendur okkar eftir mjög þurrar og sprungnar, flýtt fyrir merkjum öldrunar sem og litabreytingum. Því er nauðsynlegt að halda höndum okkar vel nærðum og passa upp á rakagildi þeirra. Nýjasta vara BIOEFFECT, EGF Hand Serum, er kröftug lausn til að endurheimta raka og hjálpar til við að ljá þeim fínlega ásýnd.

Í þessu bloggi förum við yfir kosti þessa einstaka handserums og hvers vegna þú og hendur þínar eiga skilið allt það sem EGF Hand Serum hefur fram að færa.

Hvað er EGF Hand Serum?

EGF Hand Serum er einstakt handserum ætlað til húðumhirðu handa. Handserumið hjálpar til við að næra, vernda og mýkja húðina á höndunum. Það inniheldur öflug og áhrifarík efni á borð við EGF úr byggi, níasínamíð, seramíð og hýalúronsýru til að næra þurrar og sprungnar hendur, efla ysta varnarlag húðarinnar og hjálpa við að draga úr ásýnd litabreytinga. Þetta silkimjúka handserum gengur hratt inn í húðina og skilur við hana mjúka og vel nærða. EGF Hand Serum hefur silkimjúka og gelkennda áferð sem smýgur vel inn í húðina.

Ef þú ert að leita að lausn sem veitir höndum þínum þann langvarandi raka sem þær eiga skilið, þá ertu í góðum höndum með EGF Hand Serum.

Hver eru helstu innihaldsefni EGF Hand Serum?

EGF úr byggi – Aðal innihaldsefni handserumsins er EGF úr byggi, eins og nafnið gefur til kynna. Endurnærandi og rakabindandi boðskiptaprótín, eða svokallaður vaxtarþáttur, sem vísindateymið okkar framleiðir úr byggplöntum. EGF úr byggi getur eflt hæfni húðarinnar við að draga til sín og viðhalda raka. Jafnara rakastig og aukinn raki í húðlögunum viðheldur þykkri og þéttri ásýnd húðarinnar. EGF úr byggi styður einnig við framleiðslu húðarinnar á kollageni, elastíni og hýalúronsýru og stuðlar því að sléttri og heilbrigðari ásýnd.

Hýalúronsýra – Efni sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. Hýalúronsýra gegnir mikilvægu hlutverki við að draga til sín og viðhalda raka.

Níasínamíð – Annað lykilinnihaldsefni í EGF Hand Serum, einnig þekkt sem B3 vítamín. Það er þekkt fyrir að bæta áferð, jafna húðlit og auka ljóma auk þess að lágmarka ásýnd fínna lína. Níasínamíð stuðlar að sterkara varnarlagi húðar

Seramíð – Seramíð er talið veita djúpan raka og koma jafnvægi á rakastig húðarinnar. Einnig eflir það virkni ysta varnarlags húðarinnar og hefur því verndandi áhrif gegn skaðlegum utanaðkomandi áhrifum, svo sem af völdum veðurs eða mengunar.

Díglýserín – Kraftmikill rakagjafi sem er unninn úr plöntuafurðum. Díglýserín dregur til sín raka auk þess að jafna ásýnd og slétta yfirborð húðarinnar.

Íslenskt vatn – Hreint, íslenskt vatn sem hefur síast í gegnum aldagömul hraunlög. Fyrir vikið eru ertandi steinefni á borð við kalk og magnesíum í algjöru lágmarki.

Hvernig á að nota EGF Hand Serum?

Notaðu 1-2 pumpur og nuddaðu mjúklega á handarbök og í lófa þar til handserumið hefur gengið nægilega vel inn í húðina. Notaðu eins oft og þörf er á, sérstaklega eftir handþvott.

Við mælum með að bera handserumið ríkulega á fyrir svefn til að leyfa innihaldsefnunum að veita hámarksvirkni yfir nóttina.

Hvernig er áferðin á EGF Hand Serum?

EGF Hand Serum hefur silkimjúka og gelkennda áferð sem smýgur vel inn í húðina og gerir hendur þínar flauelsmjúkar. Fljótvirkandi og fullkomin lausn fyrir þá sem eru alltaf á ferðinni!

Fyrir hvern er EGF Hand Serum?

Það er mikilvægt að hugsa um hendur okkar og dagleg húðumhirða þeirra kemur þar inn til að tryggja að þær fái þá umönnun og umhyggju sem þær þurfa. EGF Hand Serum er tilvalið fyrir alla sem vilja styrkja varnarlag húðarinnar eða þau sem vilja hlúa vel að þurrum eða þroskuðum höndum. Hvort sem að hendur þínar eru þurrar vegna handþvottar, kalds veðurs eða einfaldlega hafa tekið að eldast, þá getur handserumið umsviflaust veitt þér langvarandi raka, jafnvel á hinum allra köldustu dögum. Handserumið er einnig tilvalið til að mýkja og styrkja naglaböndin, því er hægt að nota það á margvíslega vegu.

Hleð inn síðu...