Beint í efni

Ótvíræður og kraftmikill árangur.

EGF Power Cream er nýtt afl í baráttunni við sjáanleg öldrunarmerki húðarinnar.

Þetta byltingarkennda andlitskrem inniheldur einungis 23 hrein, náttúruleg og virk efni sem vinna saman gegn fínum línum auk þess að jafna lit og áferð og auka þéttleika. EGF Power Cream inniheldur lykilhráefnið okkar, EGF, auk betaglúkan sem við framleiðum á sjálfbæran hátt úr byggplöntum. Kremið inniheldur einnig úrval virkra efna úr plönturíkinu svo sem níasínamíð og órídónín.

Sannreynd virkni.

Við framkvæmdum 90 daga virknirannsókn á áhrifum EGF Power Cream þar sem 50 íslenskar konur voru fengnar til að nota kremið tvisvar á dag. Vísindateymið okkar notaði Visia Skin Analysis kerfið til að mæla árangurinn. Niðurstöðurnar eru ótvíræðar og sýna til dæmis fram á að kremið:

  • Dregur úr ásýnd fínna lína og hrukka um allt að 53%
  • Dregur úr litabreytingum um allt að 36%
  • Eykur þéttleika húðar um allt að 60%
  • Eykur teygjanleika húðar um allt að 58%
  • Dregur úr ásýnd svitahola um allt að 56%

Árangurinn leynir sér ekki!

Til að hámarka árangurinn má nota EGF Power Cream með BIOEFFECT serumum, til dæmis með EGF Serum, og bera þá andlitskremið á húðina á eftir og nudda með hringlaga hreyfingum. EGF Power Cream andlitskremið veitir aukinn raka og næringu auk þess að hámarka yngingaráhrifin.

Hleð inn síðu...