Beint í efni

Samstaða á Heimsþingi kvenleiðtoga í Reykjavík.

BIOEFFECT styður Reykjavík Global Forum – Women Leaders.

Samstaða um jafnréttismál og forystuhlutverk kvenna.

Fimmta Heimsþing kvenleiðtoga (The Reykjavík Global Forum – Women Leaders) var haldið í Hörpu í vikunni. Yfir 500 kvenleiðtogar á sviði stjórnmála, viðskipta, fjölmiðla, vísinda og tækni frá 100 löndum sóttu þingið sem að þessu sinni bar yfirskriftina „Völd, Saman fyrir samvinnu“.

Markmið Heimsþingsins er að þátttakendur skiptist á hugmyndum um hlutverk kvenleiðtoga á vegferð í átt að auknu jafnrétti og valdeflingu kvenna í heiminum.

BIOEFFECT er stoltur samstarfsaðili Heimsþings kvenleiðtoga. Fulltrúar okkar voru að sjálfsögðu viðstaddir viðburðinn í Hörpu. Við erum strax farin að hlakka til Heimsþings næsta árs!

Hleð inn síðu...