Beint í efni

Því þú átt það skilið.

Þín bíður dekurpakki í boði BIOEFFECT.

Summer GWP Self Care Kit

Vellíðan, uppbygging og sjálfsmildi í anda svokallaðrar Self-Care stefnu hafa verið okkur hjá BIOEFFECT sérstaklega hugleikin.

Á síðustu árum hefur umræða um andlega og líkamlega heilsu aukist. Sú umfjöllun hefur aukið vitund um sjálfsuppbyggingu og sjálfsmildi – og þau áhrif sem þessar mikilvægu aðferðir geta haft. Í kjölfarið hafa sífellt fleiri tileinkað sér virkar en einfaldar leiðir í anda svokallaðrar Self-Care stefnu til að hafa jákvæð áhrif á eigin líðan. Þetta getur falist einföldum og hversdagslegum verkefnum á borð við að drekka vatnsglas, slökkva á snjalltækjum fyrir svefninn eða að taka til. Svo eru það viðameiri verkefni á borð við breytingar á mataræði eða að bóka tíma hjá sálfræðingi. Hvað sem fyrir valinu verður er lokaniðurstaðan sú sama: aukin vitund um að við getum sjálf haft áhrif á líkamlega og andlega heilsu — oft án mikillar fyrirhafnar.

Vellíðan, uppbygging og sjálfsmildi hafa verið okkur hjá BIOEFFECT sérstaklega hugleikin. Einmitt þess vegna er kaupauki sumarsins innblásinn af þessari stefnu. Við vonum að þú njótir dekurpakkans, sem er sérhannaður til að veita viðskiptavinum okkar verðskuldað dekur að hætti BIOEFFECT.

Dekurpakki BIOEFFECT.

Kaupaukinn dásamlegi inniheldur allt sem til þarf í alvöru dekur: lúxusprufur af EGF Day Serum og EGF Body Serum, Imprinting Hydrogel andlitsmaska og Microfiber hárhandklæði. Saman koma vörurnar í fallegu snyrtiveski úr endurunnu TPU plasti.

Fylgir þegar með kaupum í verslun yfir 15.000 kr. eða meira.

EGF Day Serum

er létt og olíulaust serum sem inniheldur EGF úr byggi – endurnærandi og rakabindandi prótín sem örvar náttúrulega kollagenframleiðslu og heldur húðinni sléttri og heilbrigðri. Dregur úr ásýnd fínna lína og hrukka, veitir mikinn raka og jafnar húðlit. Gelkennd áferðin gerir húðina silkimjúka og slétta – fullkominn grunnur fyrir farða!

EGF Body Serum

er silkimjúkt og endurnærandi serum fyrir líkamann sem inniheldur ríkulegt magn EGF prótína úr byggi. Vinnur gegn sjáanlegum merkjum öldrunar, sléttir og þéttir húðina og veitir djúpan raka – sérstaklega áhrifaríkt fyrir þá sem eru með þurra húð. Þetta létta líkamsserum er sérhannað til að smjúga hratt inn í húðina og dreifast vel.

Imprinting Hydrogel Mask

inniheldur hýalúronsýru og glýserín sem veita djúpvirkan raka auk þess að hafa bæði róandi og kælandi áhrif á húðina. Imprinting Hydrogel Mask er gelmaski í algjörum sérflokki, enda var hann sérþróaður til að auka enn frekar á áhrif BIOEFFECT EGF. Maskinn er gerður úr aðeins 13 hreinum og sérvöldum innihaldsefnum. Hann er að fullu vatnsleysanlegur og niðurbrjótanlegur.

Hárhandklæði

er einfaldur en sérstaklega þægilegur og áhrifaríkur aukahlutur. Létt og mjúkt hárhandklæði sem þurrkar hratt og fer betur með hárið en hefðbundin bómullarhandklæði. Mjúkar örtrefjar draga raka hratt til sín og gera hárið síður úfið. Hárhandklæðið er sérstaklega hentugt fyrir krullað eða liðað hár þar sem það kemur í veg fyrir flækjur og slitna enda á sama tíma og það viðheldur náttúrulegri lögun liðanna.

Hleð inn síðu...