Beint í efni

BIOEFFECT brúðkaupsljóminn.

Til hamingju með fallega brúðkaupið þitt, Svava Guðrún!

Þegar tók að styttast í brúðkaupsdag Svövu vildi hún gefa húð sinni smá auka ást og alúð til að ljóma.

Þar kom BIOEFFECT til sögunnar, og hér fyrir neðan tókum við saman hvernig er best að undirbúa húðina fyrir brúðkaup.

Á hverju kvöldi fylgdi Svava húðrútínu frá BIOEFFECT með því að nota Micellar Cleansing Water, EGF Essence, EGF Power Serum, EGF Eye Serum og Hydrating Cream. Hver vara er sérstaklega mótuð til að vinna saman með hvor annarri og skapa kraftmikla blöndu af nærandi innihaldsefnum sem henta einstaklega vel til að undirbúa húðina í aðdraganda brúðkaups.

Öðru hvoru gerði hún svo sérstaklega vel við sig og notaði Imprinting Hydrogel Mask og Imprinting Eye Mask frá BIOEFFECT. Maskarnir veita húðinni langvarandi raka og eru stútfullir af innihaldsefnum sem hjálpa til við að auka virkni serumsins og skilja húðina eftir ljómandi.

Að morgni stóra dagsins byrjaði Svava á því að hreinsa húðina með Micellar Cleansing Water og notaði svo EGF Essence og EGF Day Serum í kjölfarið. Því næst bar hún EGF Eye Serum varlega á í kringum augun og setti Imprinting Eye Mask til að auka rakann. Að lokum bar hún Hydrating Cream á húðina sem veitti henni góðan grunn fyrir förðunina.

Og allan daginn hélst húð hennar ljómandi, þökk sé ótrúlegum krafti BIOEFFECT.

Svava hefði ekki getað verið ánægðari með valið á BIOEFFECT fyrir brúðkaupsdaginn sinn.

Húðin hennar hafði aldrei litið heilbrigðari eða betur út enda er ekkert mikilvægara en að líða sem best á brúðkaupsdegi sínum. „Þetta var fullkomin byrjun á einum mikilvægasta degi lífs míns. Ég gæti ekki verið ánægðari með árangurinn” segir Svava.

Hvernig undirbýrð þú húð þína fyrir stóra daginn?

SKREF 1

Vættu bómullarskífu með Micellar Cleansing Water, milda en áhrifaríka hreinsivatninu okkar. Strjúktu mjúklega yfir andlit, augnsvæði og háls þangað til öll óhreinindi hafa verið fjarlægð.

SKREF 2

Helltu EGF Essence í lófann og þrýstu inn í húðina á andliti og niður á háls. Þetta veitir húðinni aukalag af raka, undirbýr hana fullkomlega fyrir húðvörurnar sem fylgja á eftir og greiðir fyrir upptöku þeirra. Þannig getur þetta dásamlega rakavatn hámarkað árangur húðrútínunnar.

SKREF 3

Berið 2-4 dropa af EGF Power Serum á andlit og háls með mjúkum hringhreyfingum upp á við. Bíðið í 3-5 mínútur áður en aðrar vörur á borð við farða, sólarvörn eða krem eru bornar á húðina. Til að auka virkni serumsins og veita húðinni langvarandi raka er gott að nota Imprinting Hydrogel Mask annað slagið.

SKREF 4

Þrýstið létt á hnappinn á botninum á EGF Eye Serum til að skammta augnserumi og berið á hreina húð umhverfis augun. Nuddið mjúklega með fingurgómunum til að tryggja jafna dreifingu.

SKREF 5

Að lokum skaltu bera Hydrating Cream, olíu- og ilmefnalausa rakakremið okkar á húðina. Það inniheldur hreint, íslenskt vatn, E-vítamín, hýalúronsýru og EGF úr byggi til að veita húðinni léttan en djúpan og langvarandi raka sem endist allan daginn.

Takk fyrir að deila reynslu þinni af BIOEFFECT, Svava!

BIOEFFECT húðrútína fyrir brúðkaupsdaginn

SKREF 1

Vættu bómullarskífu með Micellar Cleansing Water, milda en áhrifaríka hreinsivatninu okkar. Strjúktu mjúklega yfir andlit, augnsvæði og háls þangað til öll óhreinindi hafa verið fjarlægð.

SKREF 2

Helltu EGF Essence í lófann og þrýstu inn í húðina á andliti og niður á háls. Þetta veitir húðinni aukalag af raka, undirbýr hana fullkomlega fyrir húðvörurnar sem fylgja á eftir og greiðir fyrir upptöku þeirra.

SKREF 3

Pumpið 1-2 pumpur af EGF Day Serum í lófa og berið á hreina og þurra húð á andliti, hálsi og bringu. EGF Day Serum veitir mjúka og létta áferð sem er fullkominn grunnur undir farða.

SKREF 4

Þrýstið létt á hnappinn á botninum á EGF Eye Serum til að skammta augnserumi og berið á hreina húð umhverfis augun. Nuddið mjúklega með fingurgómunum til að tryggja jafna dreifingu. Fylgið EGF Eye Serum eftir með því að nota Imprinting Eye Masks, sem veita langvarandi raka fyrir stóra daginn. Opnið maskann varlega, fjarlægið gagnsæju filmuna og leggið einn maska undir hvort auga. Fjarlægið hvítu filmuna og leyfið maskanum að vera á húðinni í 15 mínútur. Fjarlægið og nuddið því serumi sem eftir situr inn í húðina.

SKREF 5

Að lokum skaltu bera Hydrating Cream, olíu- og ilmefnalausa rakakremið okkar á húðina. Það inniheldur hreint, íslenskt vatn, E-vítamín, hýalúronsýru og EGF úr byggi til að veita húðinni léttan en djúpan og langvarandi raka sem endist allan daginn.

Hleð inn síðu...