Beint í efni

Okkar allra virkasta andlitskrem: EGF Power Cream.

Kraftmikil formúla öflugra og áhrifaríkra innihaldsefna. EGF Power Cream er einstaklega djúpvirkandi og nærandi andlitskrem sem dregur úr sýnilegum áhrifum öldrunar.

Virkni sem leynir sér ekki.

EGF Power Cream er sérþróað fyrir þroskaða húð og inniheldur blöndu virkra efna sem vinna á fimm helstu öldrunarmerkjum húðar; þurrki, litamisfellum, hrukkum, húðþynningu og slappri húð. Þessi einstaka formúla inniheldur aðeins 23 efni sem voru sérvalin til að efla náttúrulega kollagenframleiðslu og vinna á hrukkum og fínum línum.

Líkt og allar okkar vörur hentar kremið öllum húðgerðum, en rakagefandi eiginleikar og silkimjúk áferð. EGF andlitskremið hefur verið lofsamað af fagfólki og ánægðum viðskiptavinum sem segja að virkni kremsins leyni sér ekki.

Sérstaða EGF Power Cream.

Kremið hefur einnig jákvæð áhrif á dökka bletti, þéttleika og þrýstni húðarinnar. Innanhúss virknirannsóknir hafa sýnt allt að 53% minnkun á ásýnd hrukka og 60% aukningu á þéttleika húðar (húð þátttakenda leit út fyrir að vera þrýstnari). Þetta dásamlega krem er auk þess afar rakagefandi, enda inniheldur það úrval næringarríkra efna sem efla getu húðarinnar til að binda raka. Þess vegna er EGF Power Cream algjört draumakrem fyrir þá sem eru með þurra húð.

Fullkomin tvenna.

Við mælum með að nota EGF Power Cream kvölds og morgna, eitt og sér eða samhliða öðrum BIOEFFECT serum. Á allra köldustu mánuðum ársins getur verið gott að bera fyrst á húðina EGF Power Serum og bíða í nokkrar mínútur þar til serumið fer vel inn í húðina og bera svo EGF Power Cream yfir. Saman eru EGF Power Cream og EGF Power Serum fullkomin tvenna fyrir kalda vetrardaga.

Kraftmikið afl gegn sjáanlegum öldrunarmerkjum húðar.

Hleð inn síðu...