Beint í efni
Frí sending á pöntunum yfir 10.000 kr.
Frí sending á pöntunum yfir 10.000 kr.

Hraðari og öflugri bati.

Hugmyndafræðin og vísindin að baki 3xGF Recovery.

Nú þegar nýja 3xGF vörulínan er komin á markað ákváðum við að setjast niður með Liv Bergþórsdóttur, forstjóra BIOEFFECT, og Sigrúnu Dögg Guðjónsdóttur, framkvæmdastjóra rannsókna og þróunar, og spjalla við þær um vísindin og hugmyndina að baki þessum byltingarkenndu nýju vörum - 3xGF Recovery Serum og 3xGF Recovery Eye Serum.

Hver var innblásturinn að baki 3xGF Recovery?

Liv:
Nú þegar húðmeðferðir og lýtaaðgerðir eru að verða sífellt almennari höfum við orðið vör við aukna þörf og eftirspurn eftir virkum húðvörum, sérþróuðum til notkunar í kjölfar slíkra meðferða. Þeir sem gangast undir meðferðir og/eða aðgerðir á andliti og augnsvæðinu upplifa aukaverkanir á borð við roða, bólgur og ertingu í húð, og því styttri sem batatíminn getur verið því betra. Vaxtarþættir eins og EGF (Epidermal Growth Factor), sem er lykilinnihaldsefnið í vörum BIOEFFECT, hafa mjög græðandi eiginleika og við sáum tækifæri til að þróa vöru með það í huga að stytta batatíma eftir slíkar aðgerðir. Við kynnum nú fyrstu tvær 3xGF Recovery vörurnar – 3xGF Recovery serum og 3xGF Recovery augnserum.

Sigrún Dögg:
Nákvæmlega. Rannsóknir sem framkvæmdar hafa verið á vörum okkar í gegnum árin og endurgjöf viðskiptavina hafa sýnt að húðvörur okkar, sem innihalda vaxtarþáttinn EGF, geta haft mikil og græðandi áhrif. Sérstaða 3xGF vörulínunnar er sú að hún inniheldur þrjá vaxtarþætti sem lykilinnihaldsefni, en auk EGF inniheldur formúlan vaxtarþættina KGF og Il-1a. Saman hafa þessir vaxtarþættir sérlega jákvæð áhrif á bataferli og endurheimt húðarinnar eftir meðferðir og aðgerðir. Við þróun nýju 3xGF vörulínunnar nýttum við ekki aðeins sérþekkingu okkar í framleiðslu vaxtarþátta – heldur einnig sérfræðikunnáttu okkar á blöndun húðvara þar sem notast er við fá, hágæða innihaldsefni, og einungis þau sem húðin þekkir og getur nýtt sér.

Öll innihaldsefni sem notuð eru í vörur okkar eru valin af kostgæfni í því skyni að vernda og hámarka virkni vaxtarþáttanna í formúlunni – „minna er meira“ á vel við í þessu tilviki.

Hvað gerir vaxtarþættina í vörum BIOEFFECT einstaka?

Sigrún Dögg:
Vaxtarþættirnir okkar eru allir framleiddir í byggi með aðferðum plöntulíftækni. Byggplönturnar sem notaðar eru við framleiðslu vaxtarþáttanna eru ræktaðar í gróðurhúsi á Íslandi og vökvaðar með hreinu íslensku vatni. Þetta háþróaða, hreina og vistvæna framleiðsluferli leiðir af sér einstaka gæðaafurð, sem býr yfir mikilli líffræðilegri samhæfni við náttúrulega vaxtarþætti líkamans. Húðin þekkir þessa vaxtarþætti, sem eru nákvæmar eftirlíkingar af mannlegum vaxtarþáttum, og veit hvernig hún á að bregðast við þeim. Það er líka mjög gaman að segja frá því að vörurnar í 3xGF Recovery vörulínunni innihalda einnig nýja, öfluga og græðandi tegund af EGF, unna úr svartri útgáfu af byggi sem ber nafnið KOLA. Fræ KOLA-byggplöntunnar innihalda meðal annars andoxunarefni sem hjálpa til við að vernda viðkvæma og opna húð.

Hvaða árangri má búast við af notkun 3xGF Recovery?

Sigrún Dögg:
Virknirannsóknir sýna að 3xGF Recovery Serum hefur góð, róandi og linandi áhrif á ertingu og roða í húð. Notkun serumsins stuðlar samkvæmt niðurstöðum rannsóknanna líka að styttri heildarbatatíma í kjölfar meðferðar. 3xGF Recovery augnserumið hefur sömuleiðis komið mjög vel út úr virknirannsóknum – það hjálpar til við að minnka bólgur og ertingu á augnsvæðinu og lágmarka batatíma. Önnur lykilvirkni sem serumin búa yfir er að þau vinna á áhrifaríkan hátt á sjáanlegum aldursmerkjum á borð við hrukkur, fínar línur og slappleika húðar, og hámarka þannig og framlengja ávinning af meðferðum og aðgerðum.

Liv:
Fagfólk kann vel að meta það það hve mínimalistískar formúlurnar okkar eru: 3xGF Serumið samanstendur af aðeins 11 innihaldsefnum og augnserumið 13. Þetta tryggir hámarksárangur og lágmarkar jafnframt hættuna á að serumin valdi ertingu – sem er sérlega mikilvægt þegar búið er að raska ysta varnarlagi húðarinnar og hún er viðkvæm, bólgin og opin.

Hverjum hentar nýja vörulínan best?

Liv:
3xGF Recovery línan er fyrst og fremst hugsuð fyrir þau sem hafa gengist undir húðmeðferðir og lýtaaðgerðir, t.d. örnálameðferð (e. microneedling), sýrumeðferð (e. chemical peel), lasermeðferð og lýtaaðgerðir. Við höfum orðið vör við mikinn áhuga frá lýtalæknum, húðlæknum og húðmeðferðaraðilum sem vilja betrumbæta umönnun skjólstæðinga sinna eftir meðferðir og aðgerðir og stytta bataferlið. Það skiptir flesta miklu máli að geta verið sem fæsta daga frá vinnu.

Sigrún Dögg:
Vörulínan hentar öllum húðgerðum – ekki síst viðkvæmri húð. Augnserumið er svo sérstaklega þróað fyrir augnsvæðið, þar sem húðin er þynnri og enn viðkvæmari en annarsstaðar. Formúlan er einstaklega virk, hún gengur hratt og vel inn í húðina og ber mikinn, sjáanlegan árangur.

Hvernig endurspeglar þessi vörulína grunngildi BIOEFFECT?

Liv:
BIOEFFECT byggir fyrst og og fremst á vísindum, hreinleika og virkni. Allt sem við gerum hvílir á traustum grunni plöntulíftækni. Vörur BIOEFFECT eru þróaðar af vísindateyminu okkar á Íslandi og framleiddar hérlendis. Þessi vörulína er þannig áframhald og endurspeglun á því sem við erum: Árangursdrifin og með ofuráherslu á gæði og vísindalega virkni.

Sigrún Dögg:
Þetta snýst fyrst og fremst um að skilja húðina og að gefa henni það sem hún þarf – í því erum við sérfræðingar.

Geta þeir sem ekki hafa undirgengist meðferðir og aðgerðir notað 3xGF vörurnar?

Liv:
3xGF vörulínan okkar er þróuð fyrir allar húðgerðir, og okkar allra vinsælasta vara er EGF Serumið. EGF Power vörulínan er svo sérstaklega þróuð fyrir þroskaða húð og þau sem þegar eru farin að sjá merki um öldrun húðarinnar, á borð við hrukkur og fínar línur. Þessar tvær framangreindu vörulínur ættu að henta öllum, og það er óþarfi að nota virkari vörur eins og 3xGF Recovery nema húðin þurfi þess virkilega, til að mynda eftir húðmeðferðir og lýtaaðgerðir. Til að viðhalda árangri meðferðanna og ýta undir heilbrigða ásýnd húðarinnar er gott að nota 3xGF áfram eins lengi og hver og einn vill eftir að batatíma lýkur, eða þá skipta yfir í EGF Serum eða EGF Power Serum eftir 1-3 mánuði. Þá má vissulega nota 3xGF serumin sem kraftmikið auka „boost“ fyrir húðina af og til, en EGF Serum og EGF Power Serum standa annars fyllilega fyrir sínu og veita húðinni allt sem hún þarf dagsdaglega.

3xGF Recovery Treatment.

Veldu stærð15ml
Veldu stærð6ml