Beint í efni

Undirbúðu húð líkamans fyrir sumarið.

Það jafnast ekkert á við íslenskt sumar.

Á sumrin njótum þess að klæðast léttari flíkum og berum jafnvel arma og leggi. Nýja EGF Body Serum veitir húð líkamans raka og næringu svo hún verður silkimjúk og ljómandi. Þetta er ný og byltingarkennd formúla fyrir líkamann sem byggir á Body Intensive líkamsseruminu sem nú er hætt í framleiðslu.

BIOEFFECT EGF Body Serum kemur í 120 ml flösku og inniheldur meira magn EGF prótínsins sem eykur bæði áhrif og virkni. Þetta létta og olíulausa líkamsserum inniheldur einungis átta hrein innihaldsefni sem endurnæra húðina, auka þéttleika og viðhalda raka.

ÁHRIFARÍK HÚÐUMHIRÐA Í ALLT SUMAR.

Stundum er minna meira þegar kemur að góðri húðumhirðu. Hér er einföld en áhrifarík rútína sem gerir húðina á líkamanum silkimjúka og ljómandi svo þér líði sem allra best í eigin skinni í sumar.

Skref 1 – Skrúbbaðu líkamann

Húðin endurnýjar sig á um það bil 28 daga fresti og með tímanum byggist upp lag af dauðum húðfrumum á yfirborði hennar. Þetta lag lætur húðina líta út fyrir að vera þurrari og daufari en hún er í raun. Þess vegna er svo mikilvægt að skrúbba húðina reglulega. Skrúbbaðu fótleggi, handleggi og líkama mjúklega með BIOEFFECT skrúbbnum. Hann er búinn til úr náttúrulegum trefjum og fylgir nú með öllum kaupum af nýja EGF Body Serum. Með því að skrúbba og hreinsa húðina áður en EGF Body Serum er borið á líkamann næst hámarksárangur af notkun þessa einstaka rakagjafa.

Skref 2 – Hámarkaðu raka

Á sumrin er afar mikilvægt að veita húðinni nægilegan raka. Nýja EGF Body Serum lífgar upp á húðina, veitir henni langvarandi raka og gefur henni bæði mýkri og sléttari áferð. Með reglulegri notkun getur þú aukið þéttleika og ljóma og dregið úr sýnilegum merkjum öldrunar. Þessi olíu- og ilmefnalausa formúla er sérstaklega hönnuð til að dreifast vel og ganga hratt inn í húðina. Berðu serumið á hvert líkamssvæði og nuddaðu með þéttum strokum upp á við. Við mælum með að nota EGF Body Serum daglega eftir bað eða sturtu til að ná hámarksárangri.

Nú getur þú upplifað magnaða eiginleika EGF einnig á húð líkamans.
Smelltu til að versla!

Hleð inn síðu...