Beint í efni

Undirbúðu húðina fyrir sumarið.

Sólin hækkar á lofti, brátt fer grasið að grænka og sumarið er á næsta leiti. Því er fullkominn tími til þess að hrista upp í húðumhirðunni og lífga upp á náttúrulegan ljóma húðarinnar.

Sumarið er tíminn.

Það er gott að endurskoða rútínuna reglulega og sjá hvers húðin þín þarfnast hverju sinni til að viðhalda heilbrigðu og fallegu yfirbragði. Vorhúðumhirðan ætti að undirbúa húðina fyrir sumarið, en það er sú árstíð sem einkennist af litlum eða léttum farða og sólkysstri húð. Hér eru nokkur ráð hvernig má djúphreinsa og endurnæra húðina svo hún geisli af heilbrigði.

SKREF 1

Hreinsaðu húðina á mildan en áhrifaríkan máta með Micellar Cleansing Water, sem inniheldur tært íslenskt vatn og ertir ekki húðina. Bleyttu bómullarskífu með hreinsivatninu og strjúktu yfir andlitið til að fjarlægja óhreinindi án þess að strípa húðina af sínum náttúrulegu olíum.

SKREF 2

Fjarlægðu dauðar húðfrumur og önnur óhreinindi af yfirborði húðar með Volcanic Exfoliator sem inniheldur örfína kristalla úr íslensku hrauni og fínmalaða apríkósukjarna. Berið á hreina og raka húð, nuddið mjúklega og skolið af.

SKREF 3

Endurnærðu húðina með hinum margverðlaunuðu EGF Serum húðdropum sem innihalda aðeins 7 innihaldsefni til að draga úr hrukkum og fínum línum, auka raka og endurvekja unglegt yfirbragð. Mundu að minna er meira, þú þarft aðeins 2-4 dropa.

Nú er tækifærið til að prófa BIOEFFECT EGF Serumhúðdropana (eða fylla á birgðirnar) því fyrir sama verð færðu EGF Serum gjafasett sem inniheldur EGF Serum 15ml ásamt fallegri tautösku og lúxusprufum af Micellar Cleansing Water 15ml og Volcanic Exfoliator 10ml.

Áhrifarík og endurnærandi húðrútína sem kemur þér ljómandi inn í sumarið.

Hleð inn síðu...