Beint í efni

Við tökum vel á móti þér.

Það hefur lengi verið draumur okkar að opna glæsilega BIOEFFECT verslun. Undanfarin ár höfum við lagt mikla áherslu á að efla ásýnd BIOEFFECT íslensku húðvaranna, bæði hér heima og erlendis, en mikilvægur hluti af þeirri vinnu felst í fallegri framsetningu á vörunum og bættri upplifun fyrir viðskiptavini. Árið 2020 varð draumurinn að veruleika þegar BIOEFFECT verslunin opnaði á nýja verslunarsvæðinu við Hafnartorg.

Glæsileg BIOEFFECT verslun á Hafnartorgi.

Verslunin er í Hafnarstræti 19, þessu glæsilega húsi sem var byggt árið 1925 og hýsti áður Rammagerðina. Húsið var nýlega gert upp í sinni upprunalegu mynd. BIOEFFECT verslunin er í þríhyrndum enda hússins og einkennist af glæsilegum bogadregnum verslunarglugga – sem margir vilja meina að minni óneitanlega á „straujárnið“ fræga í New York.

Arkitektastofan Basalt hannaði verslunarrýmið í samstarfi við Sóleyju Þórisdóttur, yfirhönnuð BIOEFFECT og útkoman endurspeglar vörumerkið á áhrifaríkan hátt. Hönnuðirnir sóttu innblástur sinn í gróðurhús BIOEFFECT í Grindavík, til dæmis með því að nota gróðurhúsa-ylplast í innréttingar og lýsingu.

Annað einkenni verslunarinnar eru græn nælonsnæri sem eru tilvísun í byggplönturnar sem við ræktum og við framleiðslu á virka innihaldsefninu EGF. Strekktir þræðirnir minna á langar týtur sem teygja sig úr axi byggplöntunnar og flæða þeir um verslunina, frá veggjum yfir í borð og hillur og skapa skemmtilega þrívídd í rýminu.

Í miðri versluninni er þríhyrningslaga eining þar sem hægt er að skoða og prófa BIOEFFECT vörurnar. Þar má setjast niður, fá ráðgjöf og jafnvel húðmælingu. Plöntur hanga niður úr stóru þríhyrningslaga ljósi fyrir ofan eininguna. Samspil forms og plantna gefur rýminu karakter og skapar skemmtilegt andrúmsloft.

Við erum afar stolt af því að geta boðið viðskiptavini okkar velkomna í glæsilega verslun þar sem sérfræðingar okkar eru alltaf til taks að veita ráðgjöf og upplýsingar um notkun BIOEFFECT.

Hlökkum til að taka á móti þér í BIOEFFECT Hafnartorgi, við vonum að þér líki nýja verslunin.

Opnunartími verslunarinnar er:

- Mán - fös 11:30 - 18:00

- Laug 12:00 - 16:00

Hleð inn síðu...