Beint í efni

Vísindateymið okkar.

Hjá BIOEFFECT starfar öflugt teymi vísindamanna sem vinnur að stöðugum framförum og aukinni þekkingu á húðfrumum, vaxtaþáttum og virkum innihaldsefnum. Okkar markmið er að nýta þessa þekkingu til að hámarka virkni og áhrif EGF í húðvöruframleiðslu.

Dr. Björn Örvar.

Dr. Björn Örvar er einn af stofnendum BIOEFFECT og framkvæmdastjóri rannsókna- og nýsköpunar. Hann lauk doktorsprófi í plöntusameindalíffræði frá University of British Columbia og hélt svo áfram námi við McGill háskóla. Að námi loknu sneri hann aftur til Íslands og stofnaði ORF líftækni og síðar BIOEFFECT.

Eftirlætis BIOEFFECT vara: EGF Serum

„Ég hef alla tíð haft áhuga á vísindum, alveg frá því í menntaskóla. Á sama tíma var ég heillaður af hugmyndinni um að skapa eitthvað hagnýtt. Þetta eru eiginleikar sem ég hlaut í föðurarf. Pabbi var svo skapandi; ríkur af nýstárlegum hugmyndum og hugsaði alltaf út fyrir kassann. Hann var mér mikill innblástur. Þess vegna vildi ég einblína á að finna leiðir til að hagnýta vísindi.“

Dr. Björn Örvar

Dr. Jón Már.

Dr. Jón Már er framkvæmdastjóri rannsókna og þróunar hjá ORF líftækni. Hann lauk doktorsprófi í sameindalíffræði frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Jón Már hafði umsjón með lífvísindadeild Íslenskrar erfðagreiningar áður en hann hóf störf hjá ORF líftækni árið 2009.

Eftirlætis BIOEFFECT vara: EGF Body Serum

„Ég hef alltaf haft áhuga á að prófa hluti og sjá í hvaða átt þær rannsóknir leiða mig. Ég hef alltaf verið heillaður af möguleikum líftækninnar og því mikilvæga hlutverki sem hún gegnir í daglegu lífi, bæði núna og í framtíðinni.“

Dr. Jón Már

Dr. Hilmar Viðarsson.

Dr. Hilmar Viðarsson er deildarstjóri heilbrigðisvísindadeildar BIOEFFECT og hefur umsjón með virkni- og húðrannsóknum. Hann er með M.Sc. í heilbrigðisvísindum frá Háskóla Íslands og doktorspróf í læknisfræðilegri erfðafræði frá háskólanum í Gautaborg. Hann varði nokkrum árum við stofnfrumurannsóknir í Svíþjóð áður en hann gekk til liðs við rannsóknateymi BIOEFFECT á Íslandi.

Eftirlætis BIOEFFECT vara: EGF Day Serum

„Ég hlakka alltaf til að fara í vinnuna, að meta nýjar og spennandi BIOEFFECT vörur. Í hvert skipti sem ný vara lendir inni á borði hjá mér finnst mér eins og ég sé að fá pakka. Það er svo spennandi að framkvæma prófanir og uppgötva áhrif og virkni hverrar vöru.“

Dr. Hilmar

Dr. Arna Rúnarsdóttir.

Dr. Arna Rúnarsdóttir gekk til liðs við rannsókna- og nýsköpunardeild ORF líftækni árið 2010. Hennar helsta starfssvið er bestun framleiðsluferla vaxtaþáttanna. Hún lauk doktorsprófi í lífefnafræði frá háskólanum í Uppsölum í Svíþjóð. Arna starfaði áður hjá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands og Íslenskri erfðagreiningu.

Eftirlætis BIOEFFECT vara: EGF Day Serum

„Enginn dagur er eins í rannsókna- og þróunardeildinni. Ég hef sérstaklega gaman af fjölbreytninni og að fá að þróa nýjar vörur.“

Dr. Arna

Þórdís Þorvarðardóttir.

Þórdís Þorvarðardóttir stýrir greiningu og blöndun húðvara hjá BIOEFFECT og hefur umsjón með þróun nýrra vörutegunda. Hún er með M.Sc. gráðu í lyfjafræði frá Háskóla Íslands og lauk meistaraprófi í European Fragrance and Cosmetics frá Institut supérieur international du parfum, de la cosmétique et de l'aromatique alimentaire (ISIPCA).

Eftirlætis BIOEFFECT vara: EGF Essence, Hydrating Cream og EGF Power Cream… ég get hreinlega ekki gert upp á milli þessara frábæru vara.

„Ég hef alltaf elskað húðvörur, svo það er algjör draumur að fá að starfa svona bak við tjöldin — að velja innihaldsefnin sem eru notuð, blanda þeim saman í fullkomnum hlutföllum og útbúa einstaka vöru sem ber raunverulegan árangur.“

Þórdís Þorvarðardóttir