Beint í efni

Hreint og virkt EGF úr byggplöntum.

EGF er svokallaður vaxtarþáttur (e. Epidermal Growth Factor). Vaxtarþættir eru boðskiptaprótín sem fyrirfinnast náttúrulega í líkamanum og senda frumum skilaboð um að gera við eða endurnýja. Við lítum á EGF sem eins konar verkstjóra sem hefur samskipti við húðfrumurnar og segir þeim fyrir verkum.

EGF hefur áhrif á framleiðslu kollagens, elastíns og raka og gegnir því afar mikilvægu hlutverki við að halda húðinni heilbrigðri, þéttri og sléttri. Líkt og allir vita er húð barna þykk og þrýstin. Það er vegna þess að hún er afar rík af EGF vaxtaþáttum. Strax á þrítugsaldri dregur verulega úr magni EGF í húðinni og í kjölfarið fer að bera á sýnilegum öldrunarmerkjum — húðin verður slappari og fínar línur myndast.

Til að vinna gegn þessum áhrifum beitir vísindateymið okkar öflugri líftækni til að framleiða EGF vaxtarþáttinn úr byggplöntum og nýta í húðvöruframleiðslu. BIOEFFECT EGF er jafnframt það fyrsta í heiminum sem er búið til úr plöntum. Áður var EGF ýmist ræktað úr bakteríum, sem eykur hættu á eitrun, eða úr frumum manna og dýra. Framleiðsla úr frumum er afar umdeild enda vekur hún bæði siðferðilegar og lagalegar spurningar. EGF úr byggplöntum er hins vegar framleitt með hreinum og öruggum aðferðum. BIOEFFECT EGF er því kjörið fyrir þau sem kjósa hreinar og áhrifaríkar húðvörur.

Fjölmargar rannsóknir hafa staðfest að notkun BIOEFFECT EGF í húðvörum fylgir margvíslegur árangur sem felst meðal annars í auknum raka og meiri teygjanleika húðarinnar. Rannsóknir sýna enn fremur að EGF úr byggi dregur úr ásýnd fínna lína, eflir náttúrulega kollagenframleiðslu húðarinnar og heldur henni sléttri og heilbrigðri.