Beint í efni

Maskar

Djúpnærandi gelmaskar sem hafa bæði róandi og kælandi áhrif. Sérstaklega þróaðir til að hámarka virkni BIOEFFECT seruma.

Maskar fyrir andlit og augnsvæði.

Andlits- og augnmaskarnir okkar hafa afar róandi og kælandi áhrif á húðina. Þeir innihalda hýalúronsýru og glýserín sem sjá til þess að veita húðinni mikinn og djúpvirkan raka og efla hæfni húðarinnar til að viðhalda honum. Þessir dásamlegu maskar eru búnir til úr náttúrulegum efnum og eru því að fullu vatnsleysanlegir og niðurbrjótanlegir.

Hámarkaðu áhrifin.

Gelmaskarnir okkar skapa kjöraðstæður fyrir virku og áhrifaríku efnin í BIOEFFECT serumum, enda eru þeir sérstaklega þróaðir til að hámarka virkni þeirra.
Þú byrjar á því að bera á þig BIOEFFECT serum og leggur svo kælandi, róandi og rakagefandi maska yfir andlit eða augnsvæði. Þannig læsir þú rakann og virku efnin inni í húðinni og hámarkar áhrif þeirra. Húðin verður dásamlega mjúk, slétt og sýnilega vel nærð á eftir.

Hleð inn síðu...