Beint í efni

Samstarf við listamann: BIOEFFECT & Kristjana S Williams.

Við tókum höndum saman við listakonuna Kristjönu S Williams við hönnun árlegu gjafasettanna okkar. Hér eru upplýsingar um Kristjönu, hönnunina, innblásturinn og dásamlegu gjafasettin, sem eru full af áhrifaríkum húðvörum og fallega pökkuð inn í umhverfisvænar umbúðir.

Húðvörur, gjafasett og gjafahugmyndir fyrir jólin.

Gjafir fyrir húðvöruunnandann, listaspíruna og alla hina á innkaupalistanum!

Við tókum höndum saman við listakonuna Kristjönu S Williams við hönnun árlegu gjafasettanna okkar. Við erum í skýjunum með afraksturinn; þrjú einstaklega falleg gjafasett prýdd yfirnáttúrulegum myndskreytingum sem endurspegla bæði sérkenni BIOEFFECT og listakonunnar sjálfrar. Hver og einn kassi er sjálfstæður heimur, fullur af töfrandi jurtum og hrífandi kynjaverum. Hér segjum við ykkur aðeins frá Kristjönu, samstarfinu og einstöku verkunum sem prýða gjafakassana okkar í ár.

Kristjana S Williams.

Kristjana S Williams er íslensk listakona sem lauk námi í grafískri hönnun og teikningu frá listaháskólanum Central St Martins í London – þar sem hún er nú búsett. Kristjana leitast við að spegla samhverfuna sem fyrirfinnst í lífverum og náttúrunni sjálfri. Þessum áhrifum nær hún fram með því að raða saman náttúrulegum fyrirbærum, ýmist stafrænt eða handvirkt. Sú tækni laðar fram lagskiptingu og dýpt sem sannarlega endurspeglar raunverulegt gróður- og dýralíf.

Kristjana hefur notið mikillar velgengni og hafa verk hennar vakið víðtæka athygli. The New York Times lýsti hönnun hennar sem hluta af nýrri hreyfingu sem kallast „The New Antiquarian Movement“. Þá hefur hún unnið fyrir fyrirtæki og vörumerki á borð við Harrods, Fortnum & Mason, Paul Smith, Christian Louboutin og The Victoria and Albert Museum, auk fjölmargra annarra, og hlotið mikið lof fyrir.

Einstakt samstarf.

Samstarf Kristjönu og BIOEFFECT einkennist af íslenskri náttúru og dýralífi. Kristjana dró einnig innblástur frá sérkennum BIOEFFECT, sem felast í náttúrulegum hreinleika, íslenskum afurðum, nýsköpun og framförum á sviði líftækni. Grunnstoð hönnunarinnar er sexhyrningur, form sem fyrirfinnst ekki eingöngu í náttúrunni heldur líka í efnafræði.

„Ég hef alltaf haft djúpstæðan áhuga á vísindum. Sá áhugi á sér rætur í þrá til að skilja fræðin að baki náttúrunni og þeirri fegurð sem í henni býr. Á þessum grunni hóf ég hönnunina út frá sexhyrningnum – kraftmesta formi sem tilheyrir náttúrunni og hefur svo einstaka tengingu við vísindalegar rætur BIOEFFECT.“

Afurðin eru yfirnáttúruleg listaverk af fjölbreyttum fyrirbærum sem hafa sterka tengingu við Ísland. Þar má meðal annars nefna fossa, norðurljós, sjávarföll, heimskautarefinn og lundann en ekki síður atriði sem hafa bein tengsl við BIOEFFECT líkt og gróðurhús og byggplöntu. Listaverkin sameina sérkenni listakonunnar og náttúruna, hreinleikann og virknina sem einkenna hugmyndafræði BIOEFFECT.

Ómótstæðilegar umbúðir.

Gjafakassarnir eru fáanlegir í þremur útfærslum. Allir innihalda þeir einstakar húðvörur sem eru framleiddar með aðferðum byltingarkenndrar líftækni og búnar til úr hreinum og virkum innihaldsefnum. Hrífandi myndskreytingar setja svo sinn svip á fágaða og tímalausa kassana sem er kjörið að endurnýta eða finnan nýjan tilgang. Þeir eru allir úr endurvinnanlegum og vottuðum FSC gæðapappír.

Gjafasett BIOEFFECT árið 2022.

Húðrútína sem vinnur á öldrunarmerkjum er fullkomin jólagjöf.

Firming Favorites.

Fallegt og eigulegt gjafasett sem inniheldur allt sem til þarf í árangursríka húðrútínu fyrir andlit og augnsvæði. Firming Favorites gjafasettið inniheldur tvær af okkar allra vinsælustu vörum í fullri stærð: EGF Serum og EGF Eye Serum, auk Imprinting Eye Mask augnmaska. Sannkallaðar ofurvörur sem sjá til þess að næra húðina og draga úr sjáanlegum öldrunarmerkjum á andliti og augnsvæði.

EGF húðvörur sem vinna gegn sjáanlegum öldrunarmerkjum.

Skin Saviors.

Glæsilegt gjafasett sem inniheldur áhrifaríkar húðvörur sem vinna gegn sjáanlegum merkjum öldrunar auk þess að slétta, þétta og næra húðina. Skin Saviors gjafasettið inniheldur okkar margverðlaunaða EGF Serum í fullri stærð, EGF Essence í nýjum 50 ml umbúðum og Imprinting Hydrogel andlitsmaska.

Nærandi húðvörur, gjafir og gjafahugmyndir.

Hydration Heroes.

Veglegt gjafasett sem inniheldur tvær sérstaklega rakagefandi vörur sem halda húðinni vel nærðri og heilbrigðri: Hydrating Cream í fullri stærð (50 ml) ásamt okkar margverðlaunaða EGF Serum í handhægri ferðastærð (5 ml). Saman sjá vörurnar um að halda húðinni sléttri og sýnilega vel nærðri.

Hleð inn síðu...