Beint í efni

EGF Serum Value Set

EGF Serum Value Set (virði 21.580 kr.) inniheldur hið margverðlaunaða EGF Serum í fullri stærð ásamt þremur EGF lúxsuprufum að auki. EGF Serum inniheldur aðeins 7 náttúrulega hrein efni sem vinna í sameiningu gegn fínum línum og hrukkum og viðhalda heilbrigðu rakastigi í húðinni. Settið inniheldur einnig þrjár lúxusprufur: EGF Essence, EGF Eye Serum og EGF Body Serum. Þetta eru þær vörur sem þú þarft fyrir nærandi og rakagefandi EGF húðrútínu, fyrir bæði andlit og líkama.

Eiginleikar og áhrif

BIOEFFECT EGF Serum Value Set veitir þér hina fullkomnu EGF húðrútínu til að næra bæði andlit og líkama.

EGF Serum (15 ml): Margverðlaunuðu EGF Serum húðdroparnir sem innihalda EGF úr byggi sem dregur úr hrukkum og fínum línum, eykur þéttleika og teygjanleika húðar auk þess að bæta rakastig. EGF Serum inniheldur aðeins 7 hrein innihaldsefni.

EGF Eye Serum (3 ml): Endurnærandi augnserum sem vinnur gegn hrukkum og fínum línum auk þess að draga úr þrota umhverfis augun.

EGF Essence (15 ml): Létt og nærandi andlitsvatn sem inniheldur EGF úr byggi og hreint, íslenskt vatn. Undirbýr húðina fyrir serum eða rakakrem, greiðir fyrir upptöku og virkni EGF og viðheldur heilbrigðri og unglegri ásýnd húðarinnar.

EGF Body Serum (7 ml): Rakagefandi húðserum sem inniheldur ríkulegt magn EGF prótína úr byggi. Þetta árangursríka líkamsserum inniheldur aðeins 8 hrein innihaldsefni sem veita langvarandi raka, auka þéttleika og gera húð líkamans bæði slétta og mjúka.

EGF Serum Value settið veitir þér einfalda en ótrúlega rakagefandi húðrútínu fyrir bæði andlit og líkama sem hentar öllum húðgerðum.

  • Dregur úr ásýnd fínna lína og hrukka
  • Eykur og viðheldur raka í húðinni
  • Þéttir og sléttir húðina
  • Jafnar áferð og húðlit
  • Hentar öllum húðgerðum
  • Án olíu, ilmefna, alkóhóls, parabena og glútens
  • Ofnæmisprófað

Lykilinnihaldsefni

EGF — Rakabindandi og endurnærandi boðskiptaprótín sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. Með aldrinum dregur úr magni EGF og í kjölfarið fer að bera á sjáanlegum öldrunarmerkjum. Vísindateymið okkar fann upp aðferð til að vinna EGF úr byggplöntum og nýta í húðvöruframleiðslu. BIOEFFECT EGF er það fyrsta í heiminum sem er framleitt úr plöntum. EGF úr byggi örvar náttúrulega kollagenframleiðslu og viðheldur sléttri og heilbrigðri ásýnd húðarinnar.

Hýalúronsýra — Efni sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. Hýalúronsýra gegnir mikilvægu hlutverki við að draga til sín og viðhalda raka auk þess að þétta og jafna húðina.

Glýserín — Kraftmikill rakagjafi sem er unninn úr plöntuafurðum. Glýserín dregur til sín raka auk þess að jafna ásýnd og slétta yfirborð húðarinnar.

Íslenskt vatn — Við notum hreint, íslenskt vatn, sem hefur síast í gegnum aldagömul hraunlög, í allar okkar vörur. Fyrir vikið eru ertandi steinefni á borð við kalk og magnesíum í algjöru lágmarki.

Innihaldsefnalisti

EGF SERUM: GLYCERIN, WATER (AQUA), SODIUM HYALURONATE, TROMETHAMINE, SODIUM CHLORIDE, BARLEY (HORDEUM VULGARE) SEED EXTRACT, EGF (BARLEY SH-OLIGOPEPTIDE-1)

EGF EYE SERUM: WATER (AQUA), GLYCERIN, BUTYLENE GLYCOL, CARBOMER, SODIUM CHLORIDE, PHENOXYETHANOL, SODIUM CITRATE, SODIUM DEHYDROACETATE, SODIUM HYALURONATE, BARLEY (HORDEUM VULGARE) SEED EXTRACT, EGF (BARLEY SH-OLIGOPEPTIDE-1)

EGF ESSENCE: WATER (AQUA), GLYCERIN, ISOPENTYLDIOL, PROPYLENE GLYCOL, SODIUM CITRATE, SORBITOL, PHENOXYETHANOL, SODIUM CHLORIDE, CITRIC ACID, BARLEY (HORDEUM VULGARE) SEED EXTRACT, EGF (BARLEY SH-OLIGOPEPTIDE-1)

EGF BODY SERUM: WATER (AQUA), GLYCERIN, SODIUM HYALURONATE, PHENOXYETHANOL, HYDROXYETHYLCELLULOSE, SODIUM CHLORIDE, BARLEY (HORDEUM VULGARE) SEED EXTRACT, EGF (BARLEY SH-OLIGOPEPTIDE-1)

Staðfestur árangur

Samkvæmt sjálfstæðri innanhússrannsókn þar sem árangur var mældur með VISIA Skin Analysis kerfinu og þátttakendur notuðu EGF Serum tvisvar á dag í þrjá mánuði.

  • Allt að 63%minnkun á ásýnd hrukka og fínna lína
  • Allt að 68% aukning á teygjanleika húðar
  • Allt að 132%aukning á raka húðar
FyrirEftir 90 daga

Hreinar húðvörur

Notkun

EGF Essence: Berið á hreina og þurra húð. Hellið 2-4 skvettum af EGF Essence í lófann og þrýstið mjúklega inn í húðina á andliti, hálsi og bringu Látið bíða í 1-2 mínútur áður en EGF Serum er borið á.

EGF Serum: Berið 2-4 dropa á andlit, háls og bringu, tvisvar á dag. Berið á að morgni og bíðið í 3-5 mínútur áður en aðrar vörur á borð við rakakrem, sólarvörn eða farða eru settar á húðina. Berið á hreina húð að kvöldi. Þannig aukast áhrif vörunnar yfir nóttina þegar húðin er í viðgerðarfasa.

EGF Eye Serum: Þrýstið létt á stútinn á augnseruminu til að skammta augnserumi og berið á hreina húð umhverfis augun. Nuddið mjúklega með fingurgómunum til að tryggja jafna dreifingu. Gefið EGF Eye Serum 3-5 mínútur til að ganga inn í húðina áður en farði eða sólarvörn eru borin á andlitið.

EGF Body Serum: Berið á hvert líkamssvæði og nuddið með þéttum strokum upp á við. EGF nær mestri virkni í röku umhverfi. Þess vegna mælum við með að EGF Body Serum sé notað daglega eftir bað eða sturtu til að ná hámarksárangri.

Notist aðeins útvortis og samkvæmt leiðbeiningum. Hafið samband við húðlækni ef varan veldur ertingu.

Passar vel með:

Umsagnir

No reviews yet.