Beint í efni

Góð ráð: Af hverju verður húð okkar þurr í kulda og frosti?

Veturinn er töfrandi tími og kallar fram óviðjafnanlega mynd af glitrandi snjóbreiðum, huggulegum arineldum og fólki að skíða niður snævi þaktar hlíðar. En jafn töfrandi og veturinn getur verið, fylgja honum líka vandamál eins og þurr og ert húð.

Húðin og lækkandi hitastig.

Þegar kólna tekur í veðri minnkar olíuframleiðsla húðarinnar til muna og upplifa því margir þurra og viðkvæma húð á veturna. Þessi einkenni gera ekki einungis vart við sig í andlitinu heldur einnig á líkamanum okkar, höndum og vörunum.

Hér eru nokkur góð ráð fyrir alla sem elska útiveru og hvernig er best að nota nærandi húðvörur frá BIOEFFECT til að veita húðinni raka og vernd gegn frosti og köldum vindum.

Kraftmikil vetrarhúðrútína.

Það skiptir sköpum að aðlaga húðrútínu okkar að veðrum og vindum. Hvort sem það er til komið vegna árstíðabreytinga eða af því þú ert að fara í frí til útlanda í breytt loftslag. Hér fyrir neðan er öflug húðrútína sem við mælum sérstaklega með í kulda.

Skref 1: EGF Power Serum.

Byrjaðu morgun- og kvöldrútínuna þína á því að bera EGF Power Serum á andlitið.
Berðu 2-4 dropa á andlit og háls með mjúkum hringhreyfingum upp á við. Láttu 3-5 mínútur líða þar til þú berð aðrar vörur á borð við farða, sólarvörn eða krem á húðina.

Skref 2: Imprinting Hydrogel Mask.

Til að gera einstaklega vel við húðina er góður andlitsmaski nauðsynlegur. Andlitsmaskinn róar húðina og veitir henni mikinn og djúpvirkan raka. Andlitsmaski BIOEFFECT er sérhannaður til að hámarka virkni seruma. Við mælum með að nota maskann til dæmis á hverju sunnudagskvöldi til að undirbúa húðina fyrir vikuna sem er framundan, eða til að dekra við þig eftir kaldan eða annasaman dag. Einnig mælum við með að geyma maskann í kæli í nokkrar mínútur fyrir notkun og leyfa honum að vera á í u.þ.b. 20 mínútur á meðan þú slakar á.

Skref 3: EGF Power Cream.

Síðasta skrefið er að bera á sig EGF Power Cream. Þetta kraftmikla andlitskrem er virkilega nærandi og rakagefandi. Margir velja að nota serum eða krem en á allra köldustu dögum ársins vinna þessar vörur einstaklega vel saman.
Berðu kremið á andlit, háls og bringu kvölds og morgna. Nuddaðu kreminu mjúklega inn í húðina með hringlaga hreyfingum. Láttu 3-5 mínútur líða þar til þú berð aðrar vörur á borð við farða eða sólarvörn á húðina.

Góð ráð fyrir þurrar varir og hendur.

Oft gleymum við að gefa vörum okkar og höndum gaum þegar það kemur að húðumhirðu, en það vill svo til að varir og hendur sýna oft fyrstu ummerki þurrks í frosti og kulda.

Húðin á vörunum er þynnri og viðkvæmari en restin af líkamanum, sem gerir það að verkum að hún springur og verður þurr í köldu veðri. BIOEFFECT varasalvinn er rakagefandi og hjálpar til við að halda vörunum vel nærðum, mjúkum og fallegum, auk þess að verja þær gegn kulda.

Að sama skapi eru hendur okkar útsettar fyrir frostinu meira en nokkur annar líkamshluti, því er gott að huga vel að þeim og við mælum eindregið með EGF Hand Serum. Handserumið inniheldur kraftmikil og áhrifarík innihaldsefni, þar á meðal okkar einstaka EGF úr byggi, en einnig níasínamíð, seramíð og hýalúronsýru sem hjálpa til við að næra þurrar og sprungnar hendur, efla ysta varnarlag húðarinnar og draga úr ásýnd litabreytinga.

Hleð inn síðu...