Beint í efni

Við kynnum EGF Power Serum.

Ný tegund húðdropa, enn meiri virkni. Hér er allt sem þú þarft að vita um innihaldsefnin, ávinninginn og notkunina á þessu afar öfluga og áhrifaríka serumi.

Ný tegund húðdropa sem hafa kraftmikil áhrif á sjáanleg öldrunarmerki.

Það gleður okkur að kynna EGF Power Serum – nýja og afar kröftuga viðbót við vörulínuna okkar. Í EGF Power Serum eru náttúruöflin virkjuð í krafti brautryðjandi líftækni. Þessi byltingarkennda vara inniheldur tvenns konar vaxtarþætti sem framleiddir eru úr byggi með plöntulíftækni, auk náttúrulegra efna sem hafa kraftmikil áhrif á sjáanleg öldrunarmerki í húð. Klínískar innanhússrannsóknir hafa sýnt að EGF Power Serum bætir 5 algengustu merki öldrunar í húð.

Hér er allt sem þú þarft að vita um nýju og kraftmiklu húðdropana.

Sigrún Dögg M.D. um nýju vöruna:

Hér er það sem Sigrún Dögg Guðjónsdóttir M.D., framkvæmdastjóri rannsókna og þróunar hjá BIOEFFECT, hefur að segja um nýju vöruna:

„Með útgáfu EGF Power Serum stígum við enn eitt stórt skref í húðvöruþróun og -framleiðslu. EGF Power Serum var sérstaklega þróað fyrir þroskaða húð til að styrkja varnarlag hennar og jafna húðlit auk þess að vinna á helstu sýnilegu merkjum öldrunar. Sérstaða BIOEFFECT eru vaxtarþættirnir sem ORF Líftækni framleiðir úr byggplöntum með aðferðum plöntulíftækni. Byggið er ræktað í vikri í vistvænu hátæknigróðurhúsi á Reykjanesi og vökvað með hreinu íslensku vatni. Auk lykilinnihaldsefnanna EGF og KGF inniheldur þessi framsækna formúla hýalúronsýru, NAG og fleiri náttúruleg efni sem sjá til þess að draga úr sýnileika hrukka, auka raka og lágmarka litamisfellur,“ útskýrir Sigrún.

„Líkt og allar okkar vörur inniheldur EGF Power Serum fá og hrein efni sem húðin skilur og þarf á að halda. Það hentar því öllum húðgerðum og kynjum, einkum og sér í lagi þroskaðri húð. Þú þarft ekki nema 2-4 dropa af þessari kraftmiklu vöru til að upplifa raunverulegan árangur og langvarandi ávinning. Við erum virkilega stolt af þessari nýju vöru og hlökkum til að kynna hana fyrir markaðinum,“ segir Sigrún að lokum.

Hvað er EGF Power Serum?

Öflugt serum sem var sérstaklega þróað til að styrkja ysta varnarlag húðarinnar og jafna húðlit auk þess að vinna á helstu sýnilegu merkjum öldrunar í húð (hrukkum, fínum línum, dökkum blettum, litamisfellum, þurrki og þéttleika). Þessi nýja og framsækna formúla inniheldur aðeins 12 hrein og áhrifarík efni sem voru sérvalin af vísindateyminu okkar til að skila raunverulegum árangri.

Húðdroparnir hafa silkimjúka, létta og vökvakennda áferð sem gengur hratt inn í húðina án þess að skilja eftir klístrað lag eða filmu á yfirborði hennar. Þú þarft ekki nema 2-4 dropa til að sjá raunverulegan árangur – og langvarandi ávinning. Sannkallað kraftaverk í hverjum dropa.

Hvað gerir EGF Power Serum?

Virkt serum sem styrkir húðina með því að efla virkni ysta varnarlagsins. Vinnur einnig á helstu öldrunarmerkjum í húð. Með hækkandi aldri myndast fínar línur og hrukkur, húðin fer að síga, þurrkur getur aukist og litamisfellur og dökkir blettir fara að myndast. EGF Power Serum er sérstaklega þróað til að vinna á þessum einkennum með virkri blöndu áhrifaríkra efna.

Hver er ávinningurinn af EGF Power Serum?

Við framkvæmdum klínískar rannsóknir til að staðfesta virkni nýju vörunnar. Við mældum áhrifin með VISIA Skin Analysis kerfinu. 45 þátttakendur notuðu vöruna tvisvar á dag í 3 mánuði. Árangurinn fór ekki á milli mála enda sýndu niðurstöður fram á allt að:

  • 73% minnkun á ásýnd hrukka og fínna lína
  • 56% aukningu á teygjanleika
  • 63% aukningu á þéttleika
  • 72% aukningu á raka
  • 65% minnkun á litabreytingum af völdum UV-geislunar

Hver eru helstu innihaldsefnin, og hvað gera þau?

Þessi framsækna og kröftuga formúla inniheldur aðeins 12 innihaldsefni, þar á meðal vaxtarþættina EGF (Epidermal Growth Factor) og KGF (Keratinocyte Growth Factor) sem framleiddir eru úr byggi á Íslandi af ORF Líftækni. Í formúlunni er einnig að finna hýalúronsýru og NAG (N-Acetyl Glucosamine) sem stuðla í sameiningu að sléttari áferð og heilbrigðari ásýnd. Þessi efni fyrirfinnast náttúrulega í húðinni og gegna mikilvægu hlutverki við að viðhalda og bæta húðheilsu, áferð og ásýnd.

EGF (Epidermal Growth Factor) úr byggi: Endurnærandi og rakabindandi boðskiptaprótín, eða svokallaður vaxtaþáttur. BIOEFFECT EGF er það fyrsta í heiminum sem er framleitt úr plöntum, en vísindateymi ORF Líftækni þróaði leið til að framleiða EGF úr fræjum byggplöntu með aðferðum plöntulíftækni. EGF úr byggi styður við náttúrulega kollagenframleiðslu húðarinnar og gegnir því mikilvægu hlutverki við að halda henni sléttri, þéttri og heilbrigðri ásýndar. EGF er boðskiptaprótín, eða svokallaður vaxtarþáttur, sem þýðir að það getur haft boðskipti við húðfrumurnar og sent þeim skilaboð, t.d. um að gera við eða endurnýja og efla getu húðarinnar til að draga til sín og viðhalda raka. Aukinn raki í húðlögunum viðheldur þykkt og þéttleika húðarinnar, sem dregur úr dýpt hrukka sem verða minna sýnilegar fyrir vikið.

KGF (Keratinocyte Growth Factor) úr byggi: Boðskiptaprótín, líkt og EGF, sem styður við náttúrulegt endurnýjunarferli húðarinnar, styrkir varnarlag hennar og heldur henni þannig heilbrigðri. KGF sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni er framleitt úr bandvefsfrumum (e. fibroblasts) í leðurhúðinni (e. dermis) og getur virkjað hyrnisfrumur (e. keratinocytes) í yfirborði húðarinnar til að hefja eða styðja við framleiðslu hýalúronsýru – og þar með stuðla að öflugra og sterkbyggðara varnarlagi húðarinnar. Einnig hefur verið sýnt fram á að KGF getur haft verndandi áhrif á hyrnisfrumur og m.a. skýlt þeim fyrir áhrifum UV-geislunar. KGF hefur eflandi áhrif á ysta varnarlag húðarinnar og stuðlar að heilbrigðri ásýnd hennar. Sýnt hefur verið fram á að það styrkir húðina og styður við náttúrulega viðgerðarhæfni hennar og hefur verndandi áhrif gegn ýmiss konar ytra áreiti, þ.m.t. af geislun, umhverfisáhrifum og efnaáhrifum.

N-Asetýl glúkósamín (NAG): Ákveðið vegan form af amínóeinsykru sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni og er staðsett á milli húðfruma. NAG er undanfari hýalúronsýru í húðinni, enda er það er ein af byggingareiningum hennar ásamt D-glúkúronsýru. Því hefur verið sýnt fram á að NAG styður við náttúrulega framleiðslu hýalúronsýru. NAG smýgur auðveldlega inn í húðina og hefur margvíslegan ávinning. Rannsóknir hafa sýnt að það stuðlar að bjartari og jafnari ásýnd og dregur úr sýnilegum litamisfellum. Það getur komið í veg fyrir ákveðna umbreytingu (e. glycosylation of pro-tyrosinase to tyrosinase) í litfrumum (e. melanocyte). Við það dregur úr framleiðslu melanína, eða sortuefna, í húðinni, svo litamisfellur verða minna áberandi og húðlitur jafnari. NAG hefur einnig andoxandi eiginleika og styður við heilbrigða uppbyggingu (e. structural integrity) húðarinnar), viðheldur teygjanleika og vinnur á þurrki með því að draga úr vökvatapi og efla getu húðarinnar til að viðhalda honum.

Hýalúronsýra: Efni sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni og gegnir afar mikilvægu hlutverki við að draga til sín og viðhalda raka og vökva í húðinni og stuðla þannig að heilbrigðu rakastigi. Hýalúronsýra getur haldið allt að þúsundfaldri eigin þyngdar í vökva, sem gerir þetta áhrifaríka efni að fullkomnum rakagjafa fyrir allar húðgerðir. Hýalúronsýra hefur einnig endurnærandi og róandi eiginleika. Í EGF Power Serum notum við hýalúronsýru með háan mólþunga (e. molecular weight) sem sest í efstu húðlögin og stuðlar að þéttri, sléttri og ljómandi ásýnd.

Hvernig og hvenær á að nota EGF Power Serum?

Berið 2-4 dropa á andlit, háls og bringu með mjúkum hringhreyfingum upp á við. Leyfið seruminu að ganga inn í húðina áður en farði, sólarvörn eða krem eru borin á andlitið. Berið á hreina húð að kvöldi til að hámarka áhrifin yfir nóttina þegar húðin er í viðgerðarfasa. Notið eitt og sér eða ásamt öðrum BIOEFFECT vörum (til dæmis EGF Essence eða EGF Power Cream) fyrir alvöru Power rútínu og kröftugan árangur.

Power húðrútína.

Hægt er að nota EGF Power Serum og EGF Power Cream saman í kraftmikilli Power húðrútínu. Þegar Power vörurnar eru notaðar saman aukast rakagjöf og virkni gegn sýnilegum merkjum öldrunar (hægt að nota saman ef þörf er á m.t.t. húðgerðar, árstíðar, ástands húðarinnar hverju sinni o.s.frv.).

Betaglúkan úr byggi (í EGF Power Cream) og KGF úr byggi (í EGF Power Serum) hafa bæði áhrif á ysta varnarlag húðarinnar. Betaglúkan eflir hæfni húðarinnar til að læsa inni raka, en KGF hjálpar við að halda ysta laginu heilu, ósködduðu og heilbrigðu ásýndar. Þegar vörurnar eru notaðar saman hafa þær kröftug áhrif á varnarvegg húðarinnar með því að styrkja hann og efla rakabindingu. Þegar NAG (í EGF Power Serum) og níasínamíð (í EGF Power Cream) koma saman verða svo til kraftmikil áhrif á litamisfellur og dökka bletti og húðlitur jafnast verulega.

Líkt og alltaf mælum við með að hefja húðrútínuna á EGF Essence, lauflétta og silkimjúka rakavatninu okkar sem undirbýr húðina og greiðir fyrir upptöku þeirra húðvara sem á eftir fylgja. Það er einnig sérstaklega þróað til þess að hámarka virkni vaxtarþáttanna í BIOEFFECT serumum og kremum. Til að auka árangurinn enn frekar getur þú svo lagt Imprinting Hydrogel maska á andlitið á eftir EGF Power Serum. Maskinn skapar kjörumhverfi fyrir vaxtarþættina í seruminu og eykur virkni þeirra.

Fyrir hvern er EGF Power Serum?

EGF Power Serum er vegan, ofnæmisprófað og án olíu, ilmefna, sílikons og alkóhóls, og hentar því öllum húðgerðum. Það hentar öllum kynjum og aldurshópum en er þó sérstaklega þróað fyrir þroskaða og/eða þurra húð, enda er það afar virkt. Það er því kjörið fyrir húð sem þegar er orðin vör við sýnileg öldrunarmerki og hentar þeim sem vilja vinna á ásýnd öldrunarmerkja með húðvöru sem hefur staðfesta virkni.

Passar vel með.

Hleð inn síðu...