Beint í efni

Valentínusardagur nálgast.

Hefðinni samkvæmt er 14. febrúar dagur konfekts, rauðra rósa, ástarjátninga og rómantískra kvöldverða.

Hvort sem þú ert í eldheitu ástarsambandi eða nýtur einverunnar ættir þú þó að geta notið góðra stunda á þessum alþjóðlega degi elskenda. Undanfarið hafa ekki eingöngu ástfangin pör haldið Valentínusardaginn hátíðlegan heldur hefur nú færst í aukana að hann sé einnig tileinkaður vináttu og sjálfsást.

Í ár leggjum við til að þú fagnir ástinni og gerir vel við þig, eða einhvern sem þér þykir vænt um. Þú gætir meira að segja slegið tvær flugur í einu höggi og notið Valentínusardagsins að hætti BIOEFFECT. Nú fylgir nefnilega sérstakur Valentínusarkaupauki með öllum kaupum yfir 15.000 kr. Þetta sæta gjafasett inniheldur tvær af okkar vinsælustu vörum; EGF Serum og Hydrating Cream. Þegar vörurnar eru notaðar saman geta þær umbreytt þreyttri og þurri vetrarhúð í ljómandi og heilbrigða húð sem við þráum jú öll. Svona húð sem við sjáum eiginlega bara á Instagram!

Ef þú vilt skarta þinni fegurstu húð á Valentínusardaginn ætti BIOEFFECT EGF Body Serum að vera efst á óskalistanum. Þrátt fyrir að hafa verið í felum undir mörgum lögum af hlýjum klæðnaði í vetur fær þetta undraserum húðina á líkamanum til að halda að vorið sé komið. Serumið inniheldur EGF vaxtaþætti úr byggi í afar ríku magni sem veitir húðinni langvarandi raka og gerir hana þéttari, sléttari og heilbrigðari. Líkt og aðrar vörur í vörulínu BIOEFFECT inniheldur EGF Body Serum aðeins nauðsynleg innihaldsefni og er laust við allan óþarfa. Innihaldsefnin eru aðeins 8 talsins og sjá til þess að húðin ljómi af heilbrigði.

En hvað er Valentínusardagur án sælgætis? Við gerðum fallega kaupaukann enn sætari með dásamlegri Sea Salted Toffee súkkulaðiplötu frá Omnom — íslenskt gæðasúkkulaði frá eina hérlenda framleiðandanum sem sérhæfir sig í svokallaðri „baun í bita“ (e. from bean to bar) framleiðslu. Markmið Omnom er að framleiða besta súkkulaðið úr bestu fáanlegu hráefnunum sem eru vandlega valin með siðferði, sjálfbærni og gagnsæi í huga. Þessar áherslur ríma vel við okkar eigin. Þess vegna finnst okkur þessi tvö íslensku vörumerki vera algjört algjört ofurpar!

Hleð inn síðu...