Beint í efni

EGF Serum

Margverðlaunaðir og byltingarkenndir húðdropar sem eru framleiddir með aðferðum plöntulíftækni. EGF Serum inniheldur aðeins 7 hrein og áhrifarík efni sem fyrirbyggja og vinna á ótímabærum öldrunarmerkjum húðarinnar. Lykilinnihaldsefnið er EGF vaxtarþáttur (Epidermal Growth Factor) sem við framleiðum úr byggi; endurnærandi og rakabindandi boðskiptaprótín sem örvar náttúrulega kollagenframleiðslu og viðheldur sléttri og heilbrigðri ásýnd húðarinnar.
15.990 kr.

Eiginleikar og áhrif

Byltingarkenndir EGF húðdropar sem eru þróaðir með aðferðum plöntulíftækni.

Vísindalega þróað serum sem fyrirbyggir og vinnur á sýnilegum öldrunarmerkjum húðar. Inniheldur BIOEFFECT EGF úr byggi – endurnærandi og rakabindandi boðskiptaprótín sem gegnir mikilvægu hlutverki við að efla rakabindingu, auka þéttleika og viðhalda sléttri og heilbrigðri ásýnd. Klínískar innanhússrannsóknir hafa sýnt að EGF Serum eykur raka, dregur úr ásýnd hrukka og fínna lína og þéttir húðina. Upplifðu hámarksárangur með hreinni húðvöru sem inniheldur aðeins 7 náttúrulega virk efni.

  • Dregur úr ásýnd hrukka og fínna lína
  • Eykur og viðheldur raka í húðinni
  • Þéttir og sléttir húðina
  • Jafnar áferð og húðlit
  • Hentar öllum húðgerðum
  • Aðeins 7 innihaldsefni
  • Aðeins þörf á 2-4 dropum
  • Án olíu, ilmefna, alkóhóls, parabena og glútens
  • Án rotvarnarefna
  • Prófað af húðlæknum

Stærð: 5ml og 15ml

Lykilinnihaldsefni

EGF — Rakabindandi og endurnærandi boðskiptaprótín sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. Með aldrinum dregur úr magni EGF og í kjölfarið fer að bera á sjáanlegum öldrunarmerkjum. Vísindateymið okkar fann upp aðferð til að vinna EGF úr byggplöntum og nýta í húðvöruframleiðslu. BIOEFFECT EGF er það fyrsta í heiminum sem er framleitt úr plöntum. EGF úr byggi örvar náttúrulega kollagenframleiðslu og viðheldur sléttri og heilbrigðri ásýnd húðarinnar.

Hýalúronsýra — Efni sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. Hýalúronsýra gegnir mikilvægu hlutverki við að draga til sín og viðhalda raka auk þess að þétta og jafna húðina.

Glýserín — Kraftmikill rakagjafi sem er unninn úr plöntuafurðum. Glýserín dregur til sín raka auk þess að jafna ásýnd og slétta yfirborð húðarinnar.

Íslenskt vatn — Við notum hreint, íslenskt vatn, sem hefur síast í gegnum aldagömul hraunlög. Fyrir vikið eru ertandi steinefni á borð við kalk og magnesíum í algjöru lágmarki.

Innihaldsefnalisti

GLYCERIN, WATER (AQUA), SODIUM HYALURONATE, TROMETHAMINE, SODIUM CHLORIDE, BARLEY (HORDEUM VULGARE) SEED EXTRACT, EGF (BARLEY SH-OLIGOPEPTIDE-1)

Notist aðeins útvortis og samkvæmt leiðbeiningum. Hafið samband við húðlækni ef varan veldur ertingu.

Staðfestur árangur

Samkvæmt sjálfstæðri innanhússrannsókn þar sem árangur var mældur með VISIA Skin Analysis kerfinu og þátttakendur notuðu EGF Serum tvisvar á dag í þrjá mánuði.

  • Allt að 63%minnkun á ásýnd hrukka og fínna lína
  • Allt að 68% aukning á teygjanleika húðar
  • Allt að 132%aukning á raka húðar
FyrirEftir 90 daga

Fullkomnaðu húðumhirðuna

EGF úr byggi hefur mesta virkni í röku umhverfi. Til að tryggja hámarksárangur mælum við með að varan sé notuð með öðrum BIOEFFECT vörum.

Passar vel með:

  • EGF Essence eykur raka, greiðir fyrir upptöku BIOEFFECT seruma og hámarkar virkni þeirra.
  • Imprinting Hydrogel Mask veitir húðinni djúpvirkan raka, hefur róandi og kælandi áhrif og hámarkar virkni BIOEFFECT seruma.

Upplýsingar

BIOEFFECT® EGF SERUM

BIOEFFECT® EGF SERUM er margverðlaunað serum sem endurnýjar húðina og veitir henni raka. Hefur fyrirbyggjandi áhrif og vinnur gegn sýnilegum merkjum öldrunar auk þess að viðhalda heilbrigðri áferð og ásýnd húðar með aðeins 7 innihaldsefnum.

  • Dregur úr sýnileika fínna lína og hrukka
  • Eykur og viðheldur raka í húðinni
  • Endurnýjar, endurnærir og endurbætir húð
  • Einungis 7 innihaldsefni

Notkunarleiðbeiningar: Berið 2-4 dropa á andlit, háls og bringu. Notið kvölds og morgna, eitt og sér eða með öðrum BIOEFFECT vörum til að hámarka áhrif og virkni.

BIOEFFECT EGF SERUM hentar öllum húðgerðum og inniheldur ekki olíu, alkóhól og ilmefni. Fyrir mjög viðkvæma húð er ráðlagt að prófa vöruna fyrst með því að bera á lítið svæði á húðinni í þrjá daga áður en hún er notuð á andlitið. Hafir þú glímt við húðsjúkdóma skaltu ráðfæra þig við lækni áður en þú notar BIOEFFECT EGF SERUM.

Ofnæmisupplýsingar: Varan inniheldur bygg.

Forðist að varan berist í augu. Ef það gerist skal skola augu vandlega með vatni.

Geymist þar sem börn ná ekki til. Eingöngu til notkunar útvortis. Geymist við stofuhita á skuggsælum stað.

Hreinar húðvörur

Notkun

Berið 2-4 dropa á andlit, háls og bringu með mjúkum hringhreyfingum upp á við. Bíðið í 3-5 mínútur áður en aðrar vörur á borð við farða, sólarvörn eða krem eru bornar á húðina. Má nota kvölds og morgna, eitt og sér eða með öðrum BIOEFFECT vörum til að ná hámarksárangri.

Passar vel með:

Hleð inn síðu...